Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 69
SÉRA BJARNI GIZURARSON
51
hann skaði þig ekki. Hér á við að
minna á, að Bjarni Gizurarson hefur
ort „Grýlukvæði", þulu ágæta, sem
Ól. Davíðsson hefur í þulum og
kvæðum sínum. Það er alls ekki ó-
mögulegt, að Grýlukvæði Stefáns
hafi hleypt honum af stað með
Þorrakvæði sín: meðferð efnisins,
persónugervingarnar og hinir raun-
sæju drættir úr hversdagslífinu eru
eins í báðum tilfellum. Þessi real-
ismi þeirra Stefáns og Bjarna minn-
ir mjög á eldri list á Niðurlöndum,
t. d. bóndabrullaup Pieters Brue-
gels hins eldra (um 1525-69), en hann
var vegna efnisvals síns kallaður
Bónda-Bruegel (Salmonsen, Neder-
landsk malerkunst). Að Bjarni hafi
haft „fogl og hval“ af Niðurlöndum
í andlegum skilingi má ef til vill
ráða af vísu hans um beykinn ís-
lenzka, sem áður er nefnd. Þessi
beykir ber raunlitla virðing fyrir
Dönum:
16. Ei vill koma í Kaupinhafn
kútasmiðurinn fæstum jafn.
Danaveldi dregur hann að.
Daglega kveðst hann reyna það
að heimskir séu þar handverks-
menn í hverjum stað.
En:
17- Læst hann vilja Lundún sjá
ef lízt honum eigi Rússíá.
Komist þar ekki ferðum fram
fara vill þá í Amsterdam;
eflaust má þar iðka hvör það
áður nam.
Skal með þessu útrætt látið um
Þorrakvæði Bjama og vikið að þeim
kvæðum, er eftir eru og enn telur
hann í fyrirsögn sinni „meir til gam-
ans . . . en nytsemi."
Næst koma tvö kvæði og heitir
hið fyrra „Fyrirsögn stafamynda
þeim ungu gefin í vísustuðla" og
hið síðara „Önnur forskrift í fer-
skeytum.“ I fyrra kvæðinu er ná-
kvæmlega það sem fyrirsögnin seg-
ir, en síðara kvæðið er lof sungið
listinni og útmálun hins ríka lífs,
sem góður skrifari getur átt í vænd-
um (Bjarni hafði verið biskupsskrif-
ari). Er margt skemmtilegt í þessu
kvæði og höfundur ósmeykur að
segja álit sitt um ýmsa hluti, sem
honum eru ekki að skapi:
6. Fljótaskrift hefir fordild nú
með flúr krumspringi mesta,
framandi þjóða fremdin sú
firðum þykir hin bezta.
7. En sú skýra skriptar mynd
sem skást fór millum ýta:
Hún er komin í veður og vind
vill hana enginn nýta.
Bjarni ræður syni sínum að fylgja
dæmi sínu:
11. Hægt og forðum hægri mund
hélt á skriffjöðrinni.
Þér má nægja nokkra stund,
ef náir þú hendi minni.
Nóg tækifærin bíða þess, sem er
góður skrifari:
14. Enn vill margur eignast kver
ungur maður og kvendi,
ef hann þetta í sannleik sér
samið með góðri hendi.
15. Býður á móti forgott féð
flest sem mundir kjósa
sauði og geitur silfri með
og sofins dýnu ljósa.
Og nú kemur upptalning launanna
í fjórum vísum (16-19) og staðfest í
20. vísu: