Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 69

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 69
SÉRA BJARNI GIZURARSON 51 hann skaði þig ekki. Hér á við að minna á, að Bjarni Gizurarson hefur ort „Grýlukvæði", þulu ágæta, sem Ól. Davíðsson hefur í þulum og kvæðum sínum. Það er alls ekki ó- mögulegt, að Grýlukvæði Stefáns hafi hleypt honum af stað með Þorrakvæði sín: meðferð efnisins, persónugervingarnar og hinir raun- sæju drættir úr hversdagslífinu eru eins í báðum tilfellum. Þessi real- ismi þeirra Stefáns og Bjarna minn- ir mjög á eldri list á Niðurlöndum, t. d. bóndabrullaup Pieters Brue- gels hins eldra (um 1525-69), en hann var vegna efnisvals síns kallaður Bónda-Bruegel (Salmonsen, Neder- landsk malerkunst). Að Bjarni hafi haft „fogl og hval“ af Niðurlöndum í andlegum skilingi má ef til vill ráða af vísu hans um beykinn ís- lenzka, sem áður er nefnd. Þessi beykir ber raunlitla virðing fyrir Dönum: 16. Ei vill koma í Kaupinhafn kútasmiðurinn fæstum jafn. Danaveldi dregur hann að. Daglega kveðst hann reyna það að heimskir séu þar handverks- menn í hverjum stað. En: 17- Læst hann vilja Lundún sjá ef lízt honum eigi Rússíá. Komist þar ekki ferðum fram fara vill þá í Amsterdam; eflaust má þar iðka hvör það áður nam. Skal með þessu útrætt látið um Þorrakvæði Bjama og vikið að þeim kvæðum, er eftir eru og enn telur hann í fyrirsögn sinni „meir til gam- ans . . . en nytsemi." Næst koma tvö kvæði og heitir hið fyrra „Fyrirsögn stafamynda þeim ungu gefin í vísustuðla" og hið síðara „Önnur forskrift í fer- skeytum.“ I fyrra kvæðinu er ná- kvæmlega það sem fyrirsögnin seg- ir, en síðara kvæðið er lof sungið listinni og útmálun hins ríka lífs, sem góður skrifari getur átt í vænd- um (Bjarni hafði verið biskupsskrif- ari). Er margt skemmtilegt í þessu kvæði og höfundur ósmeykur að segja álit sitt um ýmsa hluti, sem honum eru ekki að skapi: 6. Fljótaskrift hefir fordild nú með flúr krumspringi mesta, framandi þjóða fremdin sú firðum þykir hin bezta. 7. En sú skýra skriptar mynd sem skást fór millum ýta: Hún er komin í veður og vind vill hana enginn nýta. Bjarni ræður syni sínum að fylgja dæmi sínu: 11. Hægt og forðum hægri mund hélt á skriffjöðrinni. Þér má nægja nokkra stund, ef náir þú hendi minni. Nóg tækifærin bíða þess, sem er góður skrifari: 14. Enn vill margur eignast kver ungur maður og kvendi, ef hann þetta í sannleik sér samið með góðri hendi. 15. Býður á móti forgott féð flest sem mundir kjósa sauði og geitur silfri með og sofins dýnu ljósa. Og nú kemur upptalning launanna í fjórum vísum (16-19) og staðfest í 20. vísu:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.