Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 90
Helztu viðburðir
meðal íslendinga vesian hafs 1961
RICHARD BECK iók saman
Jan. — I ársbyrjun hóf séra Eric
H. Sigmar starf sitt sem prestur
Zion lútersku kirkjunnar í Camas,
Washington, en hann hafði áður
þjónað söfnuði St. Stephen’s kirkj-
unnar í St. James, Manitoba, og
nokkur undanfarin ár verið forseti
Hins evangelisk-lúterska kirkjufé-
lags Islendinga í Vesturheimi.
20. jan. — Lestrarfélagið „Vestri“
í Seattle, Wash., sem jafnframt er
sambandsdeild Þjóðræknisfélagsins,
minntist 60 ára afmælis síns með
fjölþættri og fjölmennri samkomu.
Nýstofnaður karlakór söng íslenzka
söngva undir forustu Tana Björns-
sonar söngvara. Ávörp fluttu Karl
Frederick, ræðismaður íslands í Se-
attle, og frú Jakobína Johnson skáld-
kona, en aðalræðumaður var Þór
Guðjónsson, veiðimálastjóri íslands.
Jón Magnússon, sem áratugum sam-
an hefir átt sæti í stjórn félagsins,
flutti frumort kvæði.
29. jan. — Við miðsvetrarprófin á
ríkisháskólanum í Norður-Dakota
(University of North Dakota) braut-
skráðust þessir stúdentar af íslenzk-
um ættum:
Bachelor of Science in Education
(and Bachelor's Diploma in Teach-
ing):
Diane L. Indridson Councilman
(með háum heiðri), Grand Forks.
Bachelor of Science in Electrical
Engineering:
Walter Níels Hall, Gardar.
1. febr. — Richard Beck Jr., frá
Grand Forks, N. Dak., lauk meist-
araprófi í vélaverkfræði á Cornell
University, Ithaca, New York, með
ágætri einkunn. Hlaut hann mennta-
stigið „Master of Science in Mechan-
ical Engineering“.
9. febr.—Varð Gísli Jónsson, skáld
og ritstjóri, í Winnipeg hálfníræður.
Hann hefir á langri ævi komið með
mörgum hætti við félgasmála- og
menningarmálasögu Íslendinga vest-
an hafs og verið ritstjóri Tímarits
Þjóðræknisfélagsins í nærri aldar-
fjórðung.
20.-22. febr. — Fertugasta og ann-
að ársþing Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi haldið í Winni-
peg við prýðisgóða aðsókn. Dr.
Richard Beck var endurkosinn for-
seti; nokkru síðar endurkaus stjóm-
arnefndin þá Gísla skáld Jónsson og
Harald Bessason prófessor ritstjóra
Tímaritsins. Frú Kristín Thorsteins-
son, Gimli, Man., var kjörin heiðurs-
félagi Þjóðræknisfélagsins, en hún
hefir árum saman verið forseti deild-
ar þess á Gimli.
3. marz — Átti dr. theol. séra
Valdimar J. Eylands í Winnipeg