Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 45
JÓLAGULL
27
til hægri, kemur inn á sviðið og
gengur út á svalir): Þarna er kóngs-
fíflið uppá svölunum. — Húrra fyrir
hirðfíflinu. Fréttir, herra fífl. —
Góðar fréttir. Fallegar fréttir. —
Fréttir um jólaljós á gullkertum. —
það satt? — Eru jólakertin í
höllinni úr gulli? — Hvernig getur
lr)gað á gullkertum? — Er það lygi?
~~ hir það kraftaverk? — Eins og
ftieð kýrnar? — Uss-s-s. — Þei, þei.
Rís.: Hvert er kóngs boð krafta-
verk og víseversa.
Múg.:
Þetta er kóngmælska. —
Við skiljum ekki þá mállýzku. —
gullkertaijósin bjartari en þau
gömlu?
Rís.: Loga þau bjart, svo blindu
Veldur.
Múg.: Skil ekki. — Skil ekki. (ad
hb.)
Rís.; Já, já, nei, nei.
Múg.: Skiljum ekki.
Rís.: Heimskingjar, hálfvitar.
kiljið ekki já og nei.
Múg.: Jú, nei. — Æ. — Æ. —
egðu okkur sögu. — Skiljum ekki
rettir. -— Skiljum sögu. — Góða
SogU- ■— Fallega sögu.
. Einu sinni var karl og kerl-
íng, i koti og kóngur og drottning
1 ríki. Kóngurinn hét Gullvaldur,
°g drottningin Donna. Þau áttu son,
Sem G°ðvaldi hét, eins og faðir hans
og afar. En faðir hans gerði gull úr
eir og varð Gullvaldur.
Múg.: Góð saga. — Falleg saga. —
ss-s-s. Þei. — Hlýðum á fíflið.
Rís.: Donna drottning var allra
fríðust og tígulegust, og svo
Prúð, að hún mælti ekki orð,
nema í einrúmi.
Múg.; Lengi lifi kóngurinn. —
rra iyrir drottningunni. — Hvað
um karls dóttur? — Var hún ekki
fegurst al'lra kvenna?
Rís.: Jú eins og drottningin. En
þið kunnið söguna.
Múg.: :Já. — Nei. — Haltu áfram.
Rís.: Og karl og kerling í koti, sem
áttu dóttur, er Þórása hét og var
allra kvenna fríðust.
Múg.: Það vita allir — Áfram með
söguna. — Segðu hana alla. — Hvað
um kóngs soninn?
Rís.: Þegið þá. Ekki kunni karls-
dóttir mannasiði og stökk uppúr
rúminu fyrir sólarupprás og hljóp í
sjóinn.
Múg.: Nakin? — Var hún nakin?
— Sökk hún?
Rís.: Hún var synd eins og selur.
Múg.: Eins og hafmey.
Rís.: Svo hljóp hún á land og
lagðist í grasið, því sólin var komin
upp.
Múg.: Ó. — Ó. — En kóngssonur-
inn? — Sá hann það?
Rís.: Goðvaldi kóngs son var mesta
mannsefni í heimi og kunni allar
íþróttir, en svo ódæll, að enginn réði
við hann og þvert ofan í blátt bann
kóngs, stalst hann út úr höllinni
þegar honum sýndist.
Múg.: Til að finna Þórásu. — Fyr-
ir sólarupprás. — Stökk hann í sjó-
inn? — Lá hann í grasinu? — Uss-
s-s.
Rís.: Og nú er sagan hálf.
Múg. (æstur): Nei. — Nei. — Þetta
er ekki kálf-saga. — Þetta er kóng-
saga. — Segðu okkur meira. —
Áfram með söguna. — Þetta er ný
saga.
Rís.: Nýtt er gamalt; gamalt nýtt.
Gerist saga, þó ei sögð sé, og full
fljótt, mun firðum finnast. (Snýr inn
á sviðið og út til hægri. — Músík,