Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 84
P. S. PÁLSSON:
Vökudraumur
Nú er komið kvöld. Allt er kyrrt
og hljótt. Þögull stari ég á dýrð dag-
setursins. Út við sjóndeildarhring-
inn mætir auganu daufur ljósglampi,
ekki ólíkur fölnandi bjarma frá deyj-
andi eldsglæðum.
Nokkrir rósrauðir skýhnoðrar
hópa sig hljóðlega við yztu hafsbrún,
albúnir að berjast við nóttina, sem
nú kemur að austan með stjörnu-
lið sitt, og mánann í broddi fylk-
ingar.
Meðan nóttin er enn 'þá langt í
burtu er hugprýðin auðsæ á ásjón-
um hinna rjóðleitu kvöldskýja, en
smátt og smátt fölna þau eftir því
sem nóttin færist nær, þar til að lok-
um þau algerlega hverfa.
Og nóttin þenur rökkurtjald sitt
útyfir alheiminn, um leið og hún
raular lágt fyrir munni sér vöggu-
ljóð tilverunnar.
Bak við sægræn rekkjutjöldin
hvílir sólin á gullofinni geisladýnu.
Hinar róslitu kinnar hennar eru föl-
ar, hin stóru staðföstu augu hennar
leiftra af hulinni geðshræringu, hin-
ir gullnu lokkar liðast óreglulega um
hið tignarlega enni hennar. Svefn-
inn, hinn ástríki vinur allra þeirra,
sem þrá að gleyma sorgum sínum,
getur ekki friðað hjartað, né hvílt
augu hennar. Andvaka byltir hún
sér til og frá á hinni mjúku báru-
sæng sinni. Hún þráir hvíld, þráir
að fá að blunda, þó ekki sé nema
stutta stund, þráir hinn fullkomna
frið, sem svefninn og dauðinn að-
eins geta veitt.
Engill svefnsins stendur ráðþrota
við hvílu hennar . . .
Hvað er það, sem hefir haft slík
áhrif á drottningu jarðarinnar?
Er það mannlífið?
Öld fram af öld, ár eftir ár, dag
eftir dag, hefir hún orðið að horfa
á hið margbreytilega mannlíf, svika-
leiki vonlausrar tilveru. Öld fram af
öld hefir böðulssverði hnefaréttarins
verið beitt við lítilmagnann. Þjóð-
irnar hafa borizt á banaspjótum,
margar milljónir manna hafa endað
ævistarf sitt á vígvellinum, endað
sitt háleita köllunarverk með því
að lauga vopn sín í saklausu blóði
bræðra sinna.
Frá kyni til kyns hefir frelsið ver-
ið fótum troðið hinar svo kölluðu
„stærri þjóðir“ hafa beitt sinni vax-
andi menntun til þess að undiroka
og kúga þær þjóðir, sem ekki höfðu
bolmagn til þess að reka þær af
höndum sér.
Mestu hugvits- og vísindamenn
heimsins hafa árunum saman setið
sveittir við að hugsa upp morðtól og
drápsvélar, sem gætu á sem stytzt-
um tíma gert sem mestan skaða,
eyðilagt sem mest — og drepið og
lemstrað sem flest fólk, — og þeim
hefir tekizt það.---------
----------Nóttin er liðin, — fugl-
arnir eru vaknaðir og farnir að
syngja morgunljóð sín, morgunljóð,
sem Alfaðir hefir sjálfur ort og lagt
þeim á tungu. — Enn er sólin ekki
stigin upp af öldum hafsins.