Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 52
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Forsij.: Látum það vera. Þetta
voru bara sóparar og leirberar.
Verra er, að það fórst reiðinnar fár
af alkemíu-apparati.
Ali: Kunnugt var oss um, að orka
nýgulls er andstæð jólaljósum; en
vér þökkum ykkur upplýsingarnar.
Forsij.: Ekkert að þakka.
1. alk.: Tvær formúlur.
2. alk.: Stuttar og einfaldar.
Ali: En segið oss, hvað ætlið þið
oss hallarbúum fyrir?
Forsij.: Sjái fífl og spekingar fyr-
ir því. (Lúðurhljóð). Og hver fyrir
sér. (Út).
1. alk.: Brenni hver, sem brenna
vill. (Út).
2. alk.: Springi sá, sem springa vill.
(Út).
Rís. (Inn): Firrast nú fáviti fróðir
hálsar; meta líf meir en lofðungs
hylli.
Ali: Ekki mun þar um tvennt að
velja, brenni Gullvaldur. En slepp-
um því. Fyrir liggur að frelsa þau
Goðvalda og Þórásu og þar með
söguna. Því skalt þú ganga 1 fífl-
stúkuna og tæla þau þaðan út, og á
leið til kotsins. Meðan munum vér
kafa dulspeki og ganga stjörnustíga.
(Út til vinstri og inn í stúkuna).
Rís.: Reyna skal í raunum, ramma
fíflsku. (Út — til hægri).
Múg. (Háreysti, skvaldur): Kóng-
urinn er kominn. — Lengi lifi kóng-
urinn. — Veiddist honum vel? —
Hundrað hreina, — þúsund villi-
gelti. — Hundrað þúsund gæsir. —
MilTjón rjúpur. — Húrra — (ad lib.).
— Gefi oss Gullvaldur gullljósa jól.
— (Kór, „Heims um ból“).
Rís. (Inní stúku sína): Hér hímið
þið feig á heljarþröm. Hvort skilur
ei Goðvaldi galdur gullmakara?
Goðv.: Sitt er hvað, skylda og
skilningur.
Rís.: Skylda án skilnings er skapa-
norn, sem flón flytur að feigðarósi.
Goðv.: Skal þá hilmir úr höll
víkja og svíkja sögu sannari rökum?
Þórása: Æ, ég þoli ekki hirð-
mælsku þína, Goðvaldi. Mér er að
verða ómátt.
Rís.: Sagan hermir, sönn og login,
kóngs son skal karls dóttur vernda.
Goðv.: Heftum hirðtungu. — Æ,
fyrirgefðu mér, ástin mín. Og ekki
orð, Rísóríus, á stuðlamállýzku. Hún
þolir það ekki.
Þórása: Ég þoli ekki að heyra þig
setja hugsanir og tilfinningar þínar
í gapastokk. En svo vel fer hann
fíflinu, að það mundi valda mér
hlátri, hvar annars staðar sem er en
í Gullhön.
Rís.: Fíflsins grátur er fólksins
hlátur og vísiversa, nema kóngur
fyrir kotríki ráði.
Þórása: Kotríki. Hvar er það? Þar
vildi ég vera drottning og hafa þig
að fífli.
Rís.: í sögu heims og heima fyrir,
himni undir er kotríki fundið. (Lúð-
urhljóð). Gellur horn, þá hilmir
gengur með glæstri hirð inní gull-
hallarjól. Bjóðum örlögum byrginn
og á brott göngum. (Út með Þórásu).
Goðv.: Skal þá flónska fíflsins
kóngs syni í kot vísa? — Nei. — Jú.
— Ástina mína elti ég, á enda ver-
aldar. (Út í hasti).
Gullv. (ei al. inn): Hér sjá ei son
vorn sjóla augu Goðvalda gylfa-efni;
heldur ei karl, kerling, né karls dótt-
ur, er bíða skyldu hér, að boði voru,
að sannist sagan en sundrist eigi.
(Byrstur) Hver er valdur að vangá