Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 33
ALDARMINNING HANNESAR HAFSTEINS SKÁLDS
15
Hinn 1. febrúar 1904, er Hannes
Hafstein tók við embætti sínu sem
fyrsti íslenzki ráðherrann, mun jafn-
an verða talinn merkisdagur í ís-
lenzkri stjórnmálasögu. Samtímis
var ísenzka ráðuneytið í Kaup-
mannhöfn afnumið og landshöfð-
ingjadæmið lagt niður, en sett á
stofn stjórnarráð í Reykjavík.
Stjórnin var nú, með öðrum orðum,
flutt inn í landið, draumurinn um
heimastjórn orðinn að veruleika.
Kom iþað einnig fljótt á daginn, að
naeð þeirri réttarbót þjóðinni til
handa hafði hið farsælasta og áhrifa-
ríkasta spor stigið verið í menning-
armálum hennar og verklegum
framkvæmdum.
Valdist einnig fyrstur íslendinga
í ráðherrasessinn óvenjulegur hæfi-
leika- og forustumaður, þar sem
Hannes Hafstein var frábært glæsi-
naenni og gæddur fágætu andans at-
gervi, eitt af fremstu og vinsælustu
skáldum þjóðarinnar og jafnframt
langsýnn hugsjónamaður og aðsóps-
niikill athafnamaður.
Aldamótaárið var hann kosinn á
þing fyrir ísfirðinga og sat fyrst á
þingi næsta ár; hneigðist hugur
kans nú stöðugt meir að stjórnmál-
Um, en skáldskapurinn laut að sama
skapi í lægra haldi; samt orti hann
einmitt á þessum árum, meðal ann-
arra ágætiskvæða, hin snjöllu og
margdáðu aldamótaljóð sín, þar sem
hann sér spámannlegar sýnir, en
undir ólgar heitur straumur ætt-
jarðarástar:
Sú kemur tíð, er upp af alda hvarfi
UPP ris þú, Frón, og gengur frjálst að
. . arfi,
oflin þín huldu geysast sterk að starfi,
reinurðir skreytir aftur gróðrar farfi.
Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjoa
menningin vex í lundi nýrra skóga.
Sé ég í anda knör og vagna knúða _
krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða,
stritandi vélar, starfsmenn glaða og
prúða,
stjórnfrjálsa þjóð, með verzlun eigin
búða.
I fyrrnefndri ritgerð sinni túlkar
Vilhj. Þ. Gíslason þetta afbragðs-
kvæði skáldsins laukrétt í þessum
orðum: „Það kvæði er merkissteinn í
sögunni. Það er eggjun og stefnu-
skrá. Það er tímamótakvæði á borð
við ísland farsælda frón og Vor-
hvöt. Það flytur boðskap nýs anda
0g nýrra athafna. Það ber einnig
vott um nýja afstöðu Hannesar Haf-
stein, nýjan tón. Frjálslyndi, frelsis-
ást og framfarahugur er þar enn. En
þessi einkenni hafa slípazt og þrosk-
azt, orðið dýpri og rólegri en áður.
Nú kemur fram nýr skilningur hans
á sögu, þjóðerni og trú. En fyrst og
fremst er kvæðið boðskapur nýs
aldaranda, nýrrar hagnýtrar ætt-
jarðarástar." Enn fremur falla Vil-
hjálmi þannig orð um þessa and-
ríku lögeggjan skáldsins til dáða:
„Það mætti segja, að aldamótakvæð-
ið væri skáldleg stefnuskrá heima-
stjórnartímans."
Eigi þarf nema að stikla á stærstu
steinunum í margþættum fram-
kvaémdum á því mikla framfara-
tímabili til þess að sannfærast um
það, að ofangreind staðhæfing um
aldamótakvæðið hefir við rök að
styðjast. Jónas Jónsson frá Hriflu,
fyrrv. ráðherra, tók einnig í sama
streng í hinni greinagóðu og gagn-
fróðlegu yfirlitsgrein sinni „Valda-
menn á íslandi 1874-1940 í Almanaki