Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 30
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Þú vaktir fyrr af sumarblíðum blund
blátt Miðjarðarhaf, er þögult lá
á beði, snert af þinni máttarmund
hjá mætri Pumisey; í djúpsins gljá
þú aldna turna eygðir himni frá,
í öldum hafsins laugast svefni vært;
með bláan mosa og blómareiti smá,
er blanda ilmi sjávarloftið tært.
Þú, sem um Atlants ölduvíða geim
öruggum fótum kafar djúpsins skál,
og urt, sem vex í botnsins hulda heim
hræðist þá raust, er talar stormsins mál,
sem fjóla smá í frosti hausts er deyr
í faðm hins mikla djúps. Ó heyr! Ó heyr!
Kenn mér þitt flug, sem létt og visið lauf
lyfti sér hljótt, á fleygum skýjavæng,
sem alda smá, er yfirborðið rauf
og.yndis naut í loftsins mjúku sæng.
Eg aðeins vil á öllu lag og hóf;
en ei sem fyrr á tíð, eg leiddist með,
er fram þú gekkst og árdagsvoðir óf
þín iðjuhönd, með karlmannsþor og geð.
Þú aldrei hafðir raunir reynt; né séð
á reynslustund mig fella höfug tár.
Ó lyft þú mér, sem laufi skýjum með,
mitt líf á þyrnum hæða blóðug sár
og dagsins stríð í læðing lagði mig,
sem líkist þér í mörgu, og elska þig.
Ger mig að hörpu lífs, í hrjúfum skóg.
Þar haustlauf visin falla um ævikvöld.
f dánarhljómum harpa þín fær nóg
af hverfulleikans ríka tóna fjöld,
með harmblæ dags. Mitt hjarta snert og sál.
Minn huga vek og þrótt til starfs á ný.
Lát sýktan vilja, vonlaust stundartál,
sem visnuð laufin, falla, í stormsins gný.
Nýtt líf mér gef, með sál í glöðum söng
og sigurorð þitt breið um víðan heim,
sem ljóssins blik, á dægur dimm og löng,
af dvala vekur líf um myrkan geim.
Syngur ei vetur vorsins ljúfa lag,
um ljóssins mátt og nýjan sumardag?