Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 80
62
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Vopnfirðing í mínu ungdæmi, sem
Jón hét og var víst Jónsson, en í dag-
legu tali alltaf nefndur Jón Vilborg-
arson.
Það er hreinasta fávizka að halda
því fram, að ein aðferðin sé annarri
betri, ættfræðilega, því með skírnar-
og föðurnöfnum er sagan aldrei
nema hálfsögð og algerlega ósögð,
ef um rangfeðrun er að ræða. Auð-
vitað bæta ættarnöfnin svonefndu
þar ekki úr skák, því eigi aðeins
tapar konan þar tilkalli til nafns
síns heldur og ættartilkalli. Hér er
eitt dæmi meðal milljóna þessa
lands: Maður með írsku nafni flutti
hingað til lands einhvern tíma á
nítjándu öldinni. Hann var kvæntur
skozkri konu. Þau áttu son, sem
fékk sér konu af þýzkum ættum,
þeirra sonur kvæntist alíslenzkri
stúlku og eignuðust eina dóttur. Það
var um það bil, að manntal var tek-
ið, og er þar meðal annars krafizt,
að þjóðernis sé getið í skýrslunum.
Stúlkan, sem var hálf-íslenzk með
ofurlitlu broti af íra í framætt, var
skrásett sem íri. Nú er þessi stúlka
gift ensk-ættuðiun dreng, svo í
næsta manntali verða hennar börn
talin ensk. Hvílíkt spott fræði-
mennskunnar!
Ættarnöfn eða kenninöfn urðu
vafalaust til á einhverju stigi mjög
snemma á öldum, og mætti geta sér
þess til, að kóngar eða aðrir þjóð-
höfðingjar og ættfeður hafi viljandi
eða atvikanna vegna orðið fyrstir á
blaði, og svo hafi fleiri og fleiri siglt í
þeirra kjölfar,því eins og sálmaskáld-
ið kvað: „hvað höfðingjarnir hafast
að hinir ætla sér leyfist það“. Kon-
ungar ganga enn undir tökunöfnum
mann fram af manni, eins og allir
vita, og bæta tölustöfum við til að-
greiningar. Forfeðradýrkunin hefir
jafnan verið snar þáttur í þróunar-
sögu mannkynsins. Halda jafnvel
sumir merkir fræðimenn því fram,
að guðshugmyndin hafi fyrst orðið
til á þeim grundvelli — að aftur í
grárri forneskju hafi verið til af-
burða ættarhöfðingjar, sem hétu
ýmsum nöfnum, svo sem Brahma,
Jehova, Júpiter, Óðinn eða eitthvað
því um líkt, og þeir svo löngu síðar
verið hafnir upp í guðasæti, um leið
og yfirburðir þeirra voru margfald-
aðir og blandað saman við náttúru-
öflin, í þjóðtrúnni.
Á síðari öldum, þegar fólkinu
fjölgaði, en einkanöfnunum ekki að
sama skapi, skapaði þörfin og óefað
hefðin þessar tvær meginreglur, að
halda sér að föðurnöfnum eða ætt-
föðurnöfnum, sem ýmist áttu rót
sína að rekja til uppnefna eða voru
kennd við óðul, landslag, atvinnu-
vegi, liti, eða þá beinlínis við for-
feður lengra í ættir fram.
Margir íslendingar, sem erlendis
dvöldu um lengri eða skemmri tíma,
tóku snemma upp ættarnöfn. Voru
þeir þar auðvitað að fylgja lands-
siðnum. En svo tolldu þessi nöfn við,
eftir að heim kom. Bar mest á þessu
meðal konunglegra embættismanna.
Þá var og fjöldi erlendra manna,
einkum í verzlunarstéttinni, sem
tóku sér bólfestu í landinu, kvænt-
ust íslenzkum konum, en héldu ætt-
arnöfnum sínum óbreyttum. Ekki
síðar en á 17. og 18. öld fer þetta að
verða algengt, og ber þá t. d. Vídalíns
nafnið hátt. Snemma á 19. öldinni
er allt orðið kvikt af ættarnöfnum,
og eru skáldin þar sízt eftirbátar: