Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 72
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og veiku lífi granda sætt súru blanda setja fólk til banda um langbrigði landa. að sér þeim að skara ýmsu út snara á því hinir nara þunnir sem þvara.
21. Argur óhlýðinn ætti að vera kvíðinn dauðans hætt hríðin hér kom yfir lýðinn enn er tæp tíðin tó-ill synda kliðin tál trúar smíðin. 27. Herrans stórstrauma straff og reiðitauma ógnir að sauma eymdum fyrri glauma á sér afl nauma eins og næturdrauma Austfirði auma.
22. Því vari voðinn veikist bjargarstoðin hróp synda hroðin hálan dregur loðin hrár og hálfsoðinn hjartað villir doðinn er því iðran boðin. 28. Líkni oss guð góður gæzku og mildi bjóður léni lífs fóður lands og sjávar gróður aukist hans hróður, en hverfi sagna móður Austfjarða óður.
23. Gæðum hætt hallar
haldast við árgallar
um byggðir allar
ánauð þessi kallar
byrgjast há hjallar
hús og grösin vallar
ofmegni mjallar.
24. Heyrist hávinda
hljómur um fjalltinda
fax förgum strinda
fellir sauðkinda
vegi vatnslinda
vötnin frekt afmynda
hefnd sú er synda.
25. Fækkar fiskveiði
fugladráp á heiði
sjaldan sjóleiði
sér né steypireyði
víða aleyði
þar áður veittist greiði
allt fer af skeiði.
26. Fasteignir fara
en feitingsgjarnir spara
öngvan andvara
f bókarlok eru enn þessi kvæði:
„Um hættuför prests í Hvalnesskrið-
um,“ „Trafalagangur Jóns Borden á
Hamarsdal“ og „Iðjuvísa Bjarnar í
Flögu.“
Loks er „Ríma af Sigurði, er sumir
nefndu Austfirðunga Skíða“ (69 er-
indi og vantar aftan af). Nafnið sýn-
ir, að þetta er eins konar stæling á
Skíða-rímu, um austfirzkan flæking.
Upphaf:
1. Sú gekk fregn að Sigurður þegn
sæti í dauðans kífi,
Þorsteins niður, en því er nú
miður
að þessi er enn á lífi.
í Landsbókasafni er önnur Ljóða-
bók Bjarna í eigin handriti: Lbs. 838,
4io. Þetta er líka stórt safn, 298 bls.
auk registurs og líkt hinu um efni
og innihald, en þó örfá sömu kvæð-
in. Lbs. 2156, 4io hefur skáldið lokið
við á 83. aldursári 1704 í Stóra-Sand-
felli. En í Lbs. 838 eru kvæði síðar