Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 97
Prófessor RICHARD BECK:
Mannalát
MARZ 1960
6. Thorbjörg (Bjamadóttir) Eyjólfsson,
ekkja Páls Eyjólfssonar, á elliheimilinu
>,Borg“ að Mountain, N. Dak. Fædd á
Hrappstöðum í Víðidal í Húnavatnssýslu
10. febr. 1873. Foreldrar: Bjarni Helga-
son Vigfússonar í Gröf á Vatnsnesi og
Helga Jónasdóttir Jónssonar, ættuð úr
Eyjafirði. Fluttist til Ameríku 1894, fyrr-
um búsett við Wynyard, Sask.
12. Lawrence Ólafur Kristinn Jónas-
son vélfræðingur, á sjúkrahúsi í Prince
Rupert, B.C. Fæddur 10. maí 1936 í
Riverton, Man. Foreldrar: Lárus og Ásta
Jónasson.
JÚLÍ 1960
25. Kristinn Ari Einarsson, fyrrv. eft-
irlitsmaður með fiskveiðum í þjónustu
Manitobastjórnar, að heimili sínu í Win-
?ipeg. Fæddur 17. júlí 1896 að Eyrardal
i Álftafirði við ísafjarðardjúp. Foreldr-
ar: Einar Guðmundsson og Guðbjörg
Einarsdóttir. Fluttist með þeim vestur
um haf til Gimli ársgamall.
26. Guðbjartur Theodór Christianson,
lengi bóndi í Mouse River byggð í N.
Hakota, á sjúkrahúsi í Rugby, N. Dak.
Fæddur 1888 að Eyford, N. Dakota. Fo_r-
eldrar: Kristján Guðmundsson og Kristín
Rjarnadóttir, ættuð úr Snæfellsnessýslu.
SEPTEMBER 1960
,24. Kristinn B. Johnson, fyrrum land-
uamsmaður í Wynyard-byggð, á Gimli,
Man., 79 ára að aldri. Foreldrar: Brynj-
°lfur Jónsson frá Arnarvatni í Mývatns-
sveit og Guðrún Jónsdóttir frá Garði í
sómu sveit. Voru þau í hópi hinna fyrstu,
®.r fluttu til Muskoka í Ontario, þaðan
“1 N. Dakota 1881, en síðan til Vatna-
óyggða í Saskatchewan.
OKTÓBER 1960
20. Gyða Björg (Bertha) Gísladóttir
ujúkmnarkona, frá Árborg, Man., á Al-
(nenna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd
a Þrándarstöðum í Borgarfirði eystra 13.
aPríl 1899. Foreldrar: Þórarinn Gíslason
°g Soffía Guðnadóttir. Fluttist með þeim
«1 Nýja íslands 1903.
NÓVEMBER 1960
4. Jónatan Johnson, frá Edinburg, N.
“ak., á sjúkrahúsi í Grafton, N. Dak.
* æddur 26. júlí 1903.
13. Guðmundur Sigurðsson, fyrrum að
Lundar, Man., og á ýmsum stöðum í
Alberta, að heimili sínu í Langley, B.C.
Fæddur á Rútsstöðum í Svínadal í Húna-
vatnssýslu 28. sept. 1889. Foreldrar: Sig-
urður Árnason og Jóhanna Guðmunds-
dóttir. Kom til Ameríku 1910.
29. Thrúða (Björg-Þrúður) Kristlaug
Sigfússon, kona Bjama Th. Sigfússonar,
frá Eyford, N. Dak., á sjúkrahúsi í Cava-
lier, N. Dak. Fædd 13. júlí 1893. For-
eldrar: Guðni Gestsson og Guðlaug Jóns-
dóttir, frumherjar í Eyford-byggð í N.
Dakota.
DESEMBER 1960
7. Jarþrúður Elísabet Guðmundsdóttir,
ekkja Willem Heyermanns úrsmiðs, á
sjúkrahúsi í Linton, N. Dak. Fædd í
Akrabyggð í N. Dakota 27. apríl 1890.
Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson
Jónsson frá Gautavík á Berufjarðar-
strönd í Suður-Múlasýslu og Elinborg
Jónasdóttir Bergman, landnemar í Akra-
byggð.
8. Guðlaug Jónsdóttir Teitsson, kona
Daníels Hannesar Teitsson, á elliheim-
ilinu „Stafholt“ í Blaine, Wash. Fædd í
Reykjavík 13. nóv. 1878. Foreldrar: Jón
Oddsson hafnsögumaður og Guðbjörg
Jónsdóttir.
10. Jónína J. Benson, ekkja Sigur-
björns J. Benson, á sjúkrarúsi í Belling-
ham, Wash. Fædd 28. okt. 1874. Kom til
Vesturheims, ásamt móður sinni, Guð-
björgu Kristjánsdóttur, árið 1888 og sett-
ust þær að í Norður-Dakota.
12. Þórður Árnason Sigurðsson Eiríks-
son, í Melfort, Sask. Fæddur í Fagradal
í Vopnafirði 21. marz 1873. Foreldrar:
Árni Sigurðsson og Kristjana Soffía
Stefánsdóttir. Kom vestur um haf til
Kanada 16 ára að aldri, var fyrstu árin
þar og í Norður-Dakota, en flutti vestur
til Vatnabyggða 1906 og nam land í
grennd við Mozart, Sask. Fomstumaður
í sveitarmálum.
16. Þorlákur Jónsson, á sjúkrahúsi í
Selkirk, Man. Fæddur 2. ágúst 1885 í
Árnanesi í A.-Skaftafellssýslu. Fluttist
vestur um haf með foreldrum sínum
aldamótaárið, og settist fjölskyldan að
í ísafoldarbyggð (nú Howardville) í
Nýja íslandi
18. Júlíus Friðrik Bjarnason, á sjúkra-
húsi í Wynyard, Sask., bóndi og smiður.