Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 59
SÉRA BJARNI GIZURARSON
41
11. Bræður í flökum fingur
fastlega reyna þrátt:
Jakob semur og syngur
sögur og kvæða slátt.
Sveinn hefur sýsluvald
samt um kúanna hald.
Bensi niður um baulusal
breiðir á völlinn tjald;
blakkt með breyttum stögum
búið að fjósa lögum.
12. Sigurður hyggur að hjörðu
halurinn furðu snar,
vaskur í veðri hörðu
og vanur á göngurnar.
Kemur á kvöldin inn
og klappar á þyrsklinginn.
Gísli bróðir bilaður er
að berja hans hold og skinn.
Allar eikur bogna
ef ár og dagarnir togna.
13. Lætur hin leggja-snúna
loga á skíðum enn,
í sólir njarðartúna(l)
safnast reykurinn. (augun?)
Drósin drjúgum við
dregur í eldhúsið.
Hjörleifs niður er hæruknekt
og krokir á aðra hið,
sezt að sviða reykjum
og soðgrautanna sleikjum.
Veturinn 1698 vill Bjarni kalla
langveðravetur hinn mikla, og það
fyrir jól. Hríðin hófst í nóvember:
19. Aldurtila harðan hramm/höld-
um gjörði að sýna;
upp og niður út og fram/ærði
hann sauði mína.
20. Keyrði suma í kletta og gil/en
kasaði hitt í fönnum:
átján dægur í bræðrabyl/bjarg-
arlaust af mönnum.
21. Því er hlíft, sem herrans kraft-
ur/hefur úr nauða kífi:
fékk eg allt úr fönnum aftur/
féð með góðu lífi.
22. Clemenz messu bylurinn bráð-
ur/bætti lítt um jarðir,
varð þá sýnu verra en áður/víst
fyrir útihjarðir.
23. Katrín lézt í máli mjúk/mjög
við bændur alla,
lagði samt af líni dúk/í laut og
hæðir fjalla.
Eitt ljóðabréfið — til séra Hall-
dórs Eiríkssonar að Eydölum — er
um hest, rauðan klár, sem Skelkur
heitir, en það virðist vera eina hesta-
vísan a. m. k. í þessu safni. Engin
vettlingatök eru þó á lýsingunni.
Annað ljóðabréf, „Kunningja sín-
um ferskeyta send,” er í kúnnara
lagi:
1. Reyðfirðingar hvessa í haf/á
hverjum degi augu stór:
eigi skyldi kominn í kaf/kaup-
mann vor á öldujór.
2. Ýmsum þykir æfin dauf;/úti er
tíðin gleðifull;
tár með vín eða tóbakslauf/til
er nú ekki heldren gull.
3. Fækka skautin fögur sem mjöll;
fyrst ei kemur Danskurinn;
hver ein má nú hringa þöll/húfu
prjóna á kollinn sinn.
4. Gefast nú hvorki grjón né mjöl/
grösin hefur oss drottinn
veitt:
vér megum súpa soð fyrir öl/og
sitja stó með kjötið heitt.
5. Mörgu er fornu frelsi hnekkt/
fólkið skorðað allt um kring
undir kaupmann; álögð sekt/of-
an á þessa fororðning.