Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 96
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sögulega heimsókn þeirra, sjá sér-
staka grein hér í ritinu).
14. sept. — Út kom í Reykjavík
íslenzk bókmenntasaga 874-1960 eft-
ir dr. Stefán Einarsson prófessor við
John Hopkins háskólann í Baltimore,
fyrsta ítarlegt allsherjar yfirlit yfir
íslenzkar bókmenntir að fornu og
nýju. Er iþar um að ræða endurskoð-
aða og aukna þýðingu á bók-
menntasögu höfundar, sem út kom
á ensku í Bandaríkjunum 1957.
Sept. í byrjun þess háskólaárs átti
kennslan í Norðurlandamálum og
bókmenntum við Ríkisháskólann í
N.-Dakota (Univ. of North Dakota)
70 ára afmæli. Síðan haustið 1929
hefir dr. Richard Beck kennt þau
fræði á háskólanum.
7. okt. — Á 50 ára afmælishátíð
sinni sæmdi Háskóli íslands þá dr.
Stefán Einarsson, Baltimore, Mary-
land, og dr. Richard Beck, Grand
Forks, N. Dak., heiðursdoktorsnafn-
bótum í heimspeki, og dr. P. T. H.
Thorlakson, Winnipeg, heiðursdokt-
orsnafnbót í læknisfræði. 1 sérstöku
boði háskólans sótti dr. Beck einnig
afmælishátíðina sem forseti Þjóð-
ræknisfélagsins.
23. sept. - 8. okt. — Þann tveggja
vikna tíma voru málverk Emilés
Walters listmálara af sögustöðum á
íslandi og Grænlandi sýnd við geysi-
mikla aðsókn í Poughkeepsie, New
York, en listafélagið á þeim slóðum
stóð að sýningunni.
Okt. — Um miðjan þann mánuð
fór séra Jón Bjarman, sem þjónað
hefir Lundarprestakalli í Manitoba
undanfarin þrjú ár, heim til íslands
ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hann
verður prestur í Laufási við Eyja-
fjörð. Hefir hann átt sæti í stjórnar-
nefnd Kirkjufélagsins lúterska og í
ritstjórn Sameiningarinnar, og nutu
þau hjón mikilla vinsælda, enda
kvödd með virðulegum samsætum.
Okt. — í lok þess mánaðar til-
kynnti Hon. Dufferin Roblin, for-
sætisráðherra í Manitoba, að hann
hefði skipað John A. Christianson
fylkisþingmann frá Portage la Prai-
rie, Man., ráðherra velferðarmála-
deildarinnar. Hann er fæddur í
Langruth, Man., 1923, sonur þeirra
Björns Christianson og Ingibjargar
Eyvindson konu hans.
Okt. — Við haustprófin við British
Columbia háskólann (University of
British Columbia) lauk Darvin Sig-
urgeirsson Bachelor of Arts prófi
með hárri einkunn. Hann er sonur
Mr. og Mrs. S. J. Sigurgeirsson, fyrr-
um í Hecla, Man., en nú búsett í
Steveston, B.C.
28. okt. — Þjóðræknisdeildin „ís-
land“ í Brown, Man., hélt hátíðlegt
40 ára afmæli sitt með fjölþættri og
ágætlega sóttri samkomu.
Nóv. — Blaðafrétt skýrir frá því,
að forseti íslands hafi nýlega sæmt
Gunnar Paulson söngvara og fast-
eignasala í Lark Park, Florida, ridd-
arakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu.