Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 46
28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hljómar eða annar hávaði).
Rís. (Inn frá vinstri, í stúku Ali):
Hvort skal fífl fróðan fræða, eða
vísiversa?
Ali: Eigi sendum vér, Merkúríus,
eftir þér til að fræðast, meðan him-
intunglin halda rásinni og —
Rís.: Grilla má í glerböll hallan.
Ali: Rétt ráðið, Rísóríus. Eftir
langar föstur og stjörnukíkingar og
sveim um hyldýpi dulspekinnar,
öðlaðist oss opinberun. Loks hefur
ofurframtak Gullvalds kóngs gengið
of langt: Að hafa meiri völd en
nokkur annar kóngur, er sagan seg-
ir frá, er lofsvert. Að sjóða leirinn
upp í gull, var kraftaverk. Með því
storkaði maðurinn guðunum, og var
mál til komið. Hitt er annað, að
ætla bjartar loga á gulli en vaxi,
um jólin. Segir saga og sannar
speki, að lítill kertisstúfur í lágu
hreysi ljómar skærar á jólunum en
allir ljósahjáhnar gullhallar. Mun
þessu valda gagnstætt eðli gulls og
jóla, svo sem vatns og elds.
Rís.: Sem hrapi sól af himni í haf-
ið niður.
Ali: Heyrinn vér, að þú ert í
stemmunni, og er vel farið. Undir
orðgnótt þinni og stuðlastrekkju
eigum vér líf vort í kvöld. Þér ein-
um treystum vér til að hafa kóng-
inn ofan af fyrirætlan sinni, þeirri
að kveikt verði á kertunum. Skalt
þú bera honum ráðning vora, á því
máli, sem þú kenndir honum, og
hann metur jafnan meir en málefnið
sjálft.
Rís.: Kyngimál kann ég kóngi
betur, og stuðlastrekkju í streitu
orða. En buðlungs boð brýtur eng-
inn, sjóli sjálfur síztur allra; því er
Gullvaldur guðum æðri. Regin reisa
og rífa niður, byggja í dag og brjóta
á morgun. Vita ei vitringar hvaðan
veður standa. En aldrei mun sjóli
vor sig um hönd líta.
Ali: Rétt. Þó skal tilraun gerð til
að frelsa líf hans. í öllu falli verður
kóngs son ásamt karli, kerlingu og
karls dóttur að komast af. Veizt þú,
að kóngur hefur sent eftir þeim og
að þau eru hingað komin í tilefni
brullaups, sem búið er Goðvalda og
Þórásu hér í kvöld, og er ætlað að
hefjist jafnskjótt og kóngur kemur
af veiðunum. Þó Gullvaldi verði
ekki bjargað, mega Goðvaldi og kot-
ungar ekki farast. Svo bezt mun
sagan rætast og ríkið standast.
Rís.: Lítt mun Goðvaldi leiðitam-
ari Gullvaldi.
Ali: Meðan Goðvaldi er ekki kóng-
ur, sér hann og heyrir, hugsar og
skilur, velur og áformar eins og
maður. Nú grunar oss, að alkemist-
ar viti, að gullkertin eru ekki hættu-
laus. Sýnist oss því ráðlegt, að þeir
tjái í áheyrn vora og Goðvalda, í
hverju bölvunin liggur. Því meira
mun hann marka tekniskt hrogna-
mál en spakmæli vor og allar þín-
ar stuðlastemmur. Skalt þú nú venda
í gullsuðuna og sækja þangað einn
yfirforstjóra og tvo háttstandandi
alkemista, og leiða þá hingað á vorn
fund, í nafni konungs.
Rís.: Æ eru þrautir þrjár, það er
sagan. Tjáð hefur Ali tvær, telji
hann þriðju.
Ali: Með ánægju, því mest verð
er hún að bjarga sjálfum oss.
Rís.: Þá skal fífl kátur skoltum
skella, og tungu lifa um tún kjaftar.
(Út).
Merk. (með karli og kerlingu, inn
frá hægri): Að boði kóngs hér bíðið