Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 46
28 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hljómar eða annar hávaði). Rís. (Inn frá vinstri, í stúku Ali): Hvort skal fífl fróðan fræða, eða vísiversa? Ali: Eigi sendum vér, Merkúríus, eftir þér til að fræðast, meðan him- intunglin halda rásinni og — Rís.: Grilla má í glerböll hallan. Ali: Rétt ráðið, Rísóríus. Eftir langar föstur og stjörnukíkingar og sveim um hyldýpi dulspekinnar, öðlaðist oss opinberun. Loks hefur ofurframtak Gullvalds kóngs gengið of langt: Að hafa meiri völd en nokkur annar kóngur, er sagan seg- ir frá, er lofsvert. Að sjóða leirinn upp í gull, var kraftaverk. Með því storkaði maðurinn guðunum, og var mál til komið. Hitt er annað, að ætla bjartar loga á gulli en vaxi, um jólin. Segir saga og sannar speki, að lítill kertisstúfur í lágu hreysi ljómar skærar á jólunum en allir ljósahjáhnar gullhallar. Mun þessu valda gagnstætt eðli gulls og jóla, svo sem vatns og elds. Rís.: Sem hrapi sól af himni í haf- ið niður. Ali: Heyrinn vér, að þú ert í stemmunni, og er vel farið. Undir orðgnótt þinni og stuðlastrekkju eigum vér líf vort í kvöld. Þér ein- um treystum vér til að hafa kóng- inn ofan af fyrirætlan sinni, þeirri að kveikt verði á kertunum. Skalt þú bera honum ráðning vora, á því máli, sem þú kenndir honum, og hann metur jafnan meir en málefnið sjálft. Rís.: Kyngimál kann ég kóngi betur, og stuðlastrekkju í streitu orða. En buðlungs boð brýtur eng- inn, sjóli sjálfur síztur allra; því er Gullvaldur guðum æðri. Regin reisa og rífa niður, byggja í dag og brjóta á morgun. Vita ei vitringar hvaðan veður standa. En aldrei mun sjóli vor sig um hönd líta. Ali: Rétt. Þó skal tilraun gerð til að frelsa líf hans. í öllu falli verður kóngs son ásamt karli, kerlingu og karls dóttur að komast af. Veizt þú, að kóngur hefur sent eftir þeim og að þau eru hingað komin í tilefni brullaups, sem búið er Goðvalda og Þórásu hér í kvöld, og er ætlað að hefjist jafnskjótt og kóngur kemur af veiðunum. Þó Gullvaldi verði ekki bjargað, mega Goðvaldi og kot- ungar ekki farast. Svo bezt mun sagan rætast og ríkið standast. Rís.: Lítt mun Goðvaldi leiðitam- ari Gullvaldi. Ali: Meðan Goðvaldi er ekki kóng- ur, sér hann og heyrir, hugsar og skilur, velur og áformar eins og maður. Nú grunar oss, að alkemist- ar viti, að gullkertin eru ekki hættu- laus. Sýnist oss því ráðlegt, að þeir tjái í áheyrn vora og Goðvalda, í hverju bölvunin liggur. Því meira mun hann marka tekniskt hrogna- mál en spakmæli vor og allar þín- ar stuðlastemmur. Skalt þú nú venda í gullsuðuna og sækja þangað einn yfirforstjóra og tvo háttstandandi alkemista, og leiða þá hingað á vorn fund, í nafni konungs. Rís.: Æ eru þrautir þrjár, það er sagan. Tjáð hefur Ali tvær, telji hann þriðju. Ali: Með ánægju, því mest verð er hún að bjarga sjálfum oss. Rís.: Þá skal fífl kátur skoltum skella, og tungu lifa um tún kjaftar. (Út). Merk. (með karli og kerlingu, inn frá hægri): Að boði kóngs hér bíðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.