Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 62
44
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
[Lag: Gæzkuríkasti græðari minn]
1. Eg hefi rólað suður að sjó
so búinn þaðan fór eg þó
enginn mér ugga að rétti,
utan hann Helgi Arason
að honum var þó lítil von
fékk hann mér fjórtán drætti
þorskinn roskinn ef þú villt
kaupa
þá má hlaupa þrýstin leiga,
ostbrýni vænt, eða orfið seiga.
2. Því sem fært er í fjörurnar
flestu álasa bændur þar
viljir þú við þá býta:
Hitt sem þú ei hafðir með
herma sér felli betur í geð
en það þeir augum líta.
Þitt, þeir, því meir sem þú lofar
láta ofarlega á vörum
afundin orð með soddan svörum.
3. Þið ratið hingað Héraðsmenn
hafið í burtu verðin tvenn
fyrir grasasópið svarta.
Þó vífin þar af verki graut
veitir hann flestum hörku þraut
og safnar saur að hjarta.
Hvalinn, selinn, fisk og lýsu
flök og ýsu fáum vér yður
þörfnustum sjálfir því miður.
4. Eins þegar kolin koma hér (við-
arkol)
klyfjaðir sýnast hestarnir
mjög svo af mæði rjúka;
flasar þá hvör að finna þann,
fúslega, kominn Héraðsmann
sekkjunum síðan strjúka.
Seldu heldur mér en hinum
hýri vinur hnossið þetta
til hef ég skreið og reiðslu rétta.
5. Fiskinn og raskið fær hann þá
sem fært er að leggja klárinn á.
Hinn gengur heim í smiðju
eldinn og kol við aflinn ber
ákaflega nú blása fer
hreifur í hollri iðju.
Svælan, braplan augu svíður
en aldrei sýður efnið þetta:
kannast hann þá við kolin
pretta.
6. Dáfallegt er það drumbaval
sem draga þeir ofan úr Skriðu-
dal
í veiðistaði vora.
Segja oss það sé seigt og hart
sverja þar uppá nógu margt;
velflestir þetta þora.
Fúið, snúið, lamað, brotið
rifið, rotið, rangt úr hófi
verður þó allt að voru prófi.
7. Ef þeir gjalda oss gemlinginn
gróið er honum bein við skinn
mannsrúm er milli læra.
Yaðmálið sést á sömu leið,
sver eg þar uppá dýran eið,
það er sem önnur hæra.
Röndótt, bröndótt, skriðið, legið,
lint og dregið langa æfi
aldrei komið undir þæfi.
8. Eftir rembing og rellu þrot
róla þeir ofan í króar brot (fiski-
kró)
meltinginn taka að telja. (maltur
fiskur)
Þar næst úr höfuð þorska bing
þéttum af maðki allt um kring
það eitt sem verst er velja.
Þung kjör, þú sér, þetta er
fengur
þinn ei lengur þarft að jaga.
Fljótt máttu þig til ferðar draga.