Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 85
V ÖKUDR AUMUR
67
Blómin hefja höfuð sín frá kjöltu
jarðarinnar, daggdroparnir glitra
líkt og demantar í höfuðdjásnum
þeirra, öll horfa þau til austurs.--
Óþreyjan vex, vonbrigðin eru auð-
sæ á litlu tárvotu andlitunum, dauð-
ans fölva slær á hinar róslitu kinnar
þeirra, — því enn er sólin ekki stig-
in upp af öldum hafsins.------
En það varir aðeins stutta stund.
— Blikandi geislastafir brjótast upp
úr hafinu, þeir boða komu sólar-
innar.
Blómin, sem áður voru með sorg-
arsvip, opna nú faðminn brosandi
nióti hinum glóhærðu sendiboðum
morgunsólarinnar. Fuglarnir syngja
þúsund sinnum fegurra en áður.
Fossarnir treysta fjötrana, sem vildu
þeir slíta af sér klettaböndin, svo
þeir gætu alfrjálsir fagnað morgun-
sólinni, og standbjörgin umhverfis
þá bergmála frelsissöngva hinna
fjötruðu, djörfu hamrabúa.--------
----------En upp úr hafinu stígur
sólin, þreytuleg og rauðeygð eftir
hina löngu andvökunótt, nokkur
eldheit tár hrökkva af augum henn-
ar um leið og hún lítur yfir mann-
heiminn, þar sem hún enn á ný
verður þegjandi að horfa á „svika-
leik vonlausrar tilveru“.
^S. PÁLSSON:
Að loknu landnámi
„Enginn grætur íslending,
einan sér og dáinn,
þegar allt er komið í kring
kyssir torfa náinn.“
J. H.
Þeir fundu hann á fletinu dáinn,
og friðurinn umkringdi náinn.
Hann starði þar beint út í bláinn,
með brosi á vörum, — en dáinn.