Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 32
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA um verðmætum og mátt til að efla þau, en einnig nýjan skilning á nauðsyn verklegra framkvæmda, nýrra atvinnuvega, vísinda og mann- réttinda. Þessir menn voru kapps- fullir og ótrauðir með forsjá og skyn- samlega bjartsýnir, marksæknir menn. — í þessum hóp var Hannes Hafstein leiðtogi nýs tíma í land- inu.“ Hinn 4. des. í haust voru hundrað ár liðin frá fæðingu Hannesar Haf- steins. Var þeirra tímamóta að sjálf- sögðu minnzt að verðugu með ýms- um hætti heima á ættjörðinni. Meðal annars efndu Háskólaráð íslands, Al- menna bókafélagið og Stúdentafélag Reykjavíkur til veglegrar hátíðar í tilefni af aldarafmæli skáldsins. Einnig kom út fyrra bindi ævisögu hans eftir Kristján Albertsson rit- höfund. Því miður, er sú bók eigi komin í hendur greinarhöfundar, þegar þetta er ritað, en ekki er að efa, að þar sé um verðugt og heill- andi viðfangsefni farið högum hönd- um og skrifað af þekkingu og sam- bærilegum skilningi. En sem Íslend- ingar, og vafalaust einnig margir 1 vorum hópi sem einstaklingar, eig- um vér Vestur-íslendingar Hannesi Hafstein þá þjóðernislegu og menn- ingarlegu skuld að gjalda, að eigi sæmir oss að láta aldarafmæli hans þegjandi fram hjá oss fara. Má í því sambandi minna á eftirfarandi er- indi úr hinu fagra kvæði hans við áraskiptin 1901-1902, sem enn er tímabært og hefir þau sannindi að geyma, sem oss eru verð íhugunar, íslendingum vestan hafs, eigi síður en löndum vorum austan hafsins: Þeir menn, sem börðust fremst, með traustri trú, til takmarks þess, sem loks er fært að ná, þeir eru horfnir heim um glæsta brú og heiður þeirra einn nú dvelst oss hjá. En andar þeirra horfa og hlusta á hvert hjartaslag, sem snertir þeirra starf. Þeir benda þjóð að falla nú ei frá né fyrirgera nú svo dýrum arf, en muna hvað hún var og hvað hún er og þarf. II. í lífi og starfi Hannesar Hafsteins sameinuðust eiginleikar athafna- mannsins — stjórnmálaleiðtogans — og skáldsins með óvenjulegum hætti, þó raunar megi segja, að honum svipi í þeim efnum til annarra ís- lenzkra skálda, fyrr og síðar, sem jafnframt voru framkvæmda- og for- ustumenn, gæddir miklum foringja- hæfileikum samhliða listgáfu sinni. Hann var fæddur að Möðruvöllum í Hörgárdal 4. des. 1861, sonur Pét- urs Hafsteins amtmanns og Krist- jönu Gunnarsdóttur frá Laufási, systur Tryggva Gunnarssonar, hins stórbrotna framkvæmdamanns. Stóðu því að Hannesi traustir stofn- ar, mikilhæft fólk á báðar hendur, þar sem saman fóru þjóðmálaáhugi og forustuhæfileikar, skáldgáfa og listhneigð af öðru tagi. Hann var óvenjulega bráðþroska og settur til mennta mjög ungur; varð stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík átján ára gamall, en lauk lagaprófi við Kaupmannahafnarháskóla 1886, hálf-þrítugur að aldri. Hann var landritari 1889-95, sýslumaður í ísa- fjarðarsýslu 1895-1904, alþingismað- ur frá 1900, ráðherra íslands 1904, fyrstur íslendinga í þeim virðingar- sessi, er hann skipaði til 1909, og aftur 1912-1914.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.