Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 32
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um verðmætum og mátt til að efla
þau, en einnig nýjan skilning á
nauðsyn verklegra framkvæmda,
nýrra atvinnuvega, vísinda og mann-
réttinda. Þessir menn voru kapps-
fullir og ótrauðir með forsjá og skyn-
samlega bjartsýnir, marksæknir
menn. — í þessum hóp var Hannes
Hafstein leiðtogi nýs tíma í land-
inu.“
Hinn 4. des. í haust voru hundrað
ár liðin frá fæðingu Hannesar Haf-
steins. Var þeirra tímamóta að sjálf-
sögðu minnzt að verðugu með ýms-
um hætti heima á ættjörðinni. Meðal
annars efndu Háskólaráð íslands, Al-
menna bókafélagið og Stúdentafélag
Reykjavíkur til veglegrar hátíðar í
tilefni af aldarafmæli skáldsins.
Einnig kom út fyrra bindi ævisögu
hans eftir Kristján Albertsson rit-
höfund. Því miður, er sú bók eigi
komin í hendur greinarhöfundar,
þegar þetta er ritað, en ekki er að
efa, að þar sé um verðugt og heill-
andi viðfangsefni farið högum hönd-
um og skrifað af þekkingu og sam-
bærilegum skilningi. En sem Íslend-
ingar, og vafalaust einnig margir 1
vorum hópi sem einstaklingar, eig-
um vér Vestur-íslendingar Hannesi
Hafstein þá þjóðernislegu og menn-
ingarlegu skuld að gjalda, að eigi
sæmir oss að láta aldarafmæli hans
þegjandi fram hjá oss fara. Má í því
sambandi minna á eftirfarandi er-
indi úr hinu fagra kvæði hans við
áraskiptin 1901-1902, sem enn er
tímabært og hefir þau sannindi að
geyma, sem oss eru verð íhugunar,
íslendingum vestan hafs, eigi síður
en löndum vorum austan hafsins:
Þeir menn, sem börðust fremst, með
traustri trú,
til takmarks þess, sem loks er fært að ná,
þeir eru horfnir heim um glæsta brú
og heiður þeirra einn nú dvelst oss hjá.
En andar þeirra horfa og hlusta á
hvert hjartaslag, sem snertir þeirra
starf.
Þeir benda þjóð að falla nú ei frá
né fyrirgera nú svo dýrum arf,
en muna hvað hún var og hvað hún er
og þarf.
II.
í lífi og starfi Hannesar Hafsteins
sameinuðust eiginleikar athafna-
mannsins — stjórnmálaleiðtogans —
og skáldsins með óvenjulegum hætti,
þó raunar megi segja, að honum
svipi í þeim efnum til annarra ís-
lenzkra skálda, fyrr og síðar, sem
jafnframt voru framkvæmda- og for-
ustumenn, gæddir miklum foringja-
hæfileikum samhliða listgáfu sinni.
Hann var fæddur að Möðruvöllum
í Hörgárdal 4. des. 1861, sonur Pét-
urs Hafsteins amtmanns og Krist-
jönu Gunnarsdóttur frá Laufási,
systur Tryggva Gunnarssonar,
hins stórbrotna framkvæmdamanns.
Stóðu því að Hannesi traustir stofn-
ar, mikilhæft fólk á báðar hendur,
þar sem saman fóru þjóðmálaáhugi
og forustuhæfileikar, skáldgáfa og
listhneigð af öðru tagi. Hann var
óvenjulega bráðþroska og settur til
mennta mjög ungur; varð stúdent
frá Lærða skólanum í Reykjavík
átján ára gamall, en lauk lagaprófi
við Kaupmannahafnarháskóla 1886,
hálf-þrítugur að aldri. Hann var
landritari 1889-95, sýslumaður í ísa-
fjarðarsýslu 1895-1904, alþingismað-
ur frá 1900, ráðherra íslands 1904,
fyrstur íslendinga í þeim virðingar-
sessi, er hann skipaði til 1909, og
aftur 1912-1914.