Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 87
Bækur
Valdimar J. Eylands
ARFUR OG ÆVINTÝR
Akureyri 1961
Ekki má þetta Tímarit ýta svo úr
vör, að það minnist ekki merkustu
bókarinnar, sem út hefir komið á
árinu frá Vestur-íslendingi, ef und-
anskilin er hin mikla Bókmennta-
saga Dr. Stefáns Einarssonar, sem
enn er ókomin hingað vestur. Bókin
Arfur og ævintýr eftir séra Valdi-
mar J. Eylands Dr. Theol. er bæði
læsileg og skemmtileg og höfundin-
um til stórsóma, og Bókaforlagi
Odds Björnssonar til verðugs heið-
urs. Hygg ég, að sú prentsmiðja láti
frá sér fara einna smekklegustu
bækurnar, eins og sakir standa nú
á íslandi. Þó er hér samt einn ljóð-
ur á máli: Framan á skrautkápunni
er nafnið stafað ÆFINTÝR, en á tit-
ilblaði, innan bókar og aftan á kápu
ÆVINTÝR, og að minnsta kosti á
einum stað Ævintýri. Sjálfur hefði
ég helzt kosið 'þann ritháttinn, sbr.
þuluna gömlu:
Köttur úti í mýri
setur upp stýri.
Út er ævintýri.
En um þetta ber ekki að sakast.
Bókin skiptist í sex aðalflokka.
Eyrst er „Umbrot æskumanns, upp-
haf að ævisögu“ — hressileg og nær-
færin sjálfslýsing og skýring lifnað-
arhátta á fyrsta fjórðungi 20. aldar-
iunar. Sé ég, að ekki hafa framfar-
irnar verið ýkja miklar frá þeim
tímum, er ég ólst upp, og er ég þó
fullum aldarfjórðungi eldri en bók-
arhöfundurinn.
Næst koma Blaðagreinir, fjórar að
tölu, og er „Opinberunin í eyðimörk-
inni“ þeirra markverðust, en því
miður of stutt, enda eru þar víst
fæst kurl komin til grafar enn.
Greinin er um hina stórmerku hand-
ritafundi í hellisgjótum nálægt
Dauðahafinu, sem sumir halda fram
að gjörbreyta muni skoðunum fræði-
manna á ýmsum ritum Biblíunnar.
Þriðji flokkurinn er nefndur ,Fyr-
irlestrar“, einnig fjórir talsins. Má
þar nefna „Heimkoman til fslands“,
eftir aldarfjórðungs útivist, og „Deil-
an um Palestínu", sem birtist í þessu
riti fyrir skemmstu.
Þá koma þrjú snjöll þjóðræknis-
erindi, og í fimmta kasti þrjár Stól-
ræður, hákristilegar, eins og vera
ber.
Að lokum er ferðasagan, „Ævin-
týr í átján löndum“, sem kom í smá-
skömmtum hér í blaðinu. Er hún
fullur helmingur bókarinnar og bæði
fróðleg og víða skemmtileg.
Þess verður að geta, að þeir prest-
arnir, séra Bragi Friðriksson og séra
Benjamín Kristjánsson, sáu um efn-
isval bókarinnar, því meira lá víst
fyrir en útgefandi treysti sér til að
prenta, svo hún yrði ekki of stór.
Og kem ég þá að því atriði, sem
ávallt hefir verið mér þyrnir í aug-
um, en það er þegar einstakir menn
taka sér það bessaleyfi að ráða úr-