Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 96
78 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sögulega heimsókn þeirra, sjá sér- staka grein hér í ritinu). 14. sept. — Út kom í Reykjavík íslenzk bókmenntasaga 874-1960 eft- ir dr. Stefán Einarsson prófessor við John Hopkins háskólann í Baltimore, fyrsta ítarlegt allsherjar yfirlit yfir íslenzkar bókmenntir að fornu og nýju. Er iþar um að ræða endurskoð- aða og aukna þýðingu á bók- menntasögu höfundar, sem út kom á ensku í Bandaríkjunum 1957. Sept. í byrjun þess háskólaárs átti kennslan í Norðurlandamálum og bókmenntum við Ríkisháskólann í N.-Dakota (Univ. of North Dakota) 70 ára afmæli. Síðan haustið 1929 hefir dr. Richard Beck kennt þau fræði á háskólanum. 7. okt. — Á 50 ára afmælishátíð sinni sæmdi Háskóli íslands þá dr. Stefán Einarsson, Baltimore, Mary- land, og dr. Richard Beck, Grand Forks, N. Dak., heiðursdoktorsnafn- bótum í heimspeki, og dr. P. T. H. Thorlakson, Winnipeg, heiðursdokt- orsnafnbót í læknisfræði. 1 sérstöku boði háskólans sótti dr. Beck einnig afmælishátíðina sem forseti Þjóð- ræknisfélagsins. 23. sept. - 8. okt. — Þann tveggja vikna tíma voru málverk Emilés Walters listmálara af sögustöðum á íslandi og Grænlandi sýnd við geysi- mikla aðsókn í Poughkeepsie, New York, en listafélagið á þeim slóðum stóð að sýningunni. Okt. — Um miðjan þann mánuð fór séra Jón Bjarman, sem þjónað hefir Lundarprestakalli í Manitoba undanfarin þrjú ár, heim til íslands ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hann verður prestur í Laufási við Eyja- fjörð. Hefir hann átt sæti í stjórnar- nefnd Kirkjufélagsins lúterska og í ritstjórn Sameiningarinnar, og nutu þau hjón mikilla vinsælda, enda kvödd með virðulegum samsætum. Okt. — í lok þess mánaðar til- kynnti Hon. Dufferin Roblin, for- sætisráðherra í Manitoba, að hann hefði skipað John A. Christianson fylkisþingmann frá Portage la Prai- rie, Man., ráðherra velferðarmála- deildarinnar. Hann er fæddur í Langruth, Man., 1923, sonur þeirra Björns Christianson og Ingibjargar Eyvindson konu hans. Okt. — Við haustprófin við British Columbia háskólann (University of British Columbia) lauk Darvin Sig- urgeirsson Bachelor of Arts prófi með hárri einkunn. Hann er sonur Mr. og Mrs. S. J. Sigurgeirsson, fyrr- um í Hecla, Man., en nú búsett í Steveston, B.C. 28. okt. — Þjóðræknisdeildin „ís- land“ í Brown, Man., hélt hátíðlegt 40 ára afmæli sitt með fjölþættri og ágætlega sóttri samkomu. Nóv. — Blaðafrétt skýrir frá því, að forseti íslands hafi nýlega sæmt Gunnar Paulson söngvara og fast- eignasala í Lark Park, Florida, ridd- arakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.