Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 84

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 84
P. S. PÁLSSON: Vökudraumur Nú er komið kvöld. Allt er kyrrt og hljótt. Þögull stari ég á dýrð dag- setursins. Út við sjóndeildarhring- inn mætir auganu daufur ljósglampi, ekki ólíkur fölnandi bjarma frá deyj- andi eldsglæðum. Nokkrir rósrauðir skýhnoðrar hópa sig hljóðlega við yztu hafsbrún, albúnir að berjast við nóttina, sem nú kemur að austan með stjörnu- lið sitt, og mánann í broddi fylk- ingar. Meðan nóttin er enn 'þá langt í burtu er hugprýðin auðsæ á ásjón- um hinna rjóðleitu kvöldskýja, en smátt og smátt fölna þau eftir því sem nóttin færist nær, þar til að lok- um þau algerlega hverfa. Og nóttin þenur rökkurtjald sitt útyfir alheiminn, um leið og hún raular lágt fyrir munni sér vöggu- ljóð tilverunnar. Bak við sægræn rekkjutjöldin hvílir sólin á gullofinni geisladýnu. Hinar róslitu kinnar hennar eru föl- ar, hin stóru staðföstu augu hennar leiftra af hulinni geðshræringu, hin- ir gullnu lokkar liðast óreglulega um hið tignarlega enni hennar. Svefn- inn, hinn ástríki vinur allra þeirra, sem þrá að gleyma sorgum sínum, getur ekki friðað hjartað, né hvílt augu hennar. Andvaka byltir hún sér til og frá á hinni mjúku báru- sæng sinni. Hún þráir hvíld, þráir að fá að blunda, þó ekki sé nema stutta stund, þráir hinn fullkomna frið, sem svefninn og dauðinn að- eins geta veitt. Engill svefnsins stendur ráðþrota við hvílu hennar . . . Hvað er það, sem hefir haft slík áhrif á drottningu jarðarinnar? Er það mannlífið? Öld fram af öld, ár eftir ár, dag eftir dag, hefir hún orðið að horfa á hið margbreytilega mannlíf, svika- leiki vonlausrar tilveru. Öld fram af öld hefir böðulssverði hnefaréttarins verið beitt við lítilmagnann. Þjóð- irnar hafa borizt á banaspjótum, margar milljónir manna hafa endað ævistarf sitt á vígvellinum, endað sitt háleita köllunarverk með því að lauga vopn sín í saklausu blóði bræðra sinna. Frá kyni til kyns hefir frelsið ver- ið fótum troðið hinar svo kölluðu „stærri þjóðir“ hafa beitt sinni vax- andi menntun til þess að undiroka og kúga þær þjóðir, sem ekki höfðu bolmagn til þess að reka þær af höndum sér. Mestu hugvits- og vísindamenn heimsins hafa árunum saman setið sveittir við að hugsa upp morðtól og drápsvélar, sem gætu á sem stytzt- um tíma gert sem mestan skaða, eyðilagt sem mest — og drepið og lemstrað sem flest fólk, — og þeim hefir tekizt það.--------- ----------Nóttin er liðin, — fugl- arnir eru vaknaðir og farnir að syngja morgunljóð sín, morgunljóð, sem Alfaðir hefir sjálfur ort og lagt þeim á tungu. — Enn er sólin ekki stigin upp af öldum hafsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.