Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 34
16 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Hins ísl. Þjóðvinafélags (Reykjavík, 1940): „Alda nútímaframfara var nú að brjótast inn yfir þjóðina ó öllum sviðum. Síðustu ár landshöfðingja- tímabilsins höfðu verið góður und- irbúningstími. Nú kom innlend stjórn, undir forustu stórhuga at- hafnamanns. Hann valdi til starfs- manna í hinar nýju skrifstofur fær- ustu menn, sem völ var á, og bjó stjórnarráðið að þeirri gerð um langa stund. Hannes Hafstein beitti sér fyrir að koma skipulagi á fræðslu barna, stofnsetti Kennaraskólann undir vel hæfri stjórn, byrjaði að hlynna að skógrækt og skóggræðslu, lét reisa safnhúsið yfir Landsbóka- safnið, Nátúrugripasafnið, Þjóð- skjalasafnið og Forngripasafnið. Og að lokum tókst honum að fá sæsíma lagðan frá Englandi til Austfjarða og þaðan yfir landið til Reykjavík- ur. Þegar landið var komið í síma- samband við umheiminn, fluttist yfirstjórn íslenzkrar verzlunar til Reykjavíkur. Sjávarútvegur blómg- aðist. Landsmenn eignuðust all- marga togara og mikið af vélbátum. Það fór nýr andi gegnum þjóðlífið. Mörgum þótti sem skáldadraumar Hannesar Hafsteins úr aldamóta- ljóðum hans ætluðu brátt að rætast." Um hitt verður ekki fjölyrt hér, þar sem þessari grein er sérstaklega ætlað að fjalla um skáldskap Hann- esar Hafsteins, að hörð átök urðu oft um málin á þessum árum, svo sem um símamálið og sjálfstæðis- málin, er urðu Hannesi Hafstein og flokksmönnum hans að falli í kosn- ingunum sögulegu árið 1908. Fékk hann þá einnig, eins og raunar oft- ar í ráðherratíð sinni, að kenna á sannleik orða skáldsins: „Stendur um stóra menn stormur úr hverri átti.“ Speglast reynsla hans frá þeim árum einnig á merkilegan hátt í ýmsum ágætustu kvæðum hans, er hann orti á seinni árum sínum, og þá ekki sízt í hinu stórbrotna kvæði hans „í hafísnum". Þótt hér hafi verið farið fljótt yfir sögu um stjórnmálaferil og ráðherra- tíð Hannesar Hafsteins, ætla ég, að nóg hafi verið þeirri fullyrðingu til staðfestingar, að með innlendri stjóm undir forustu hans hófst blómlegt tímabil margþættra og mikilvægra framfara í lífi þjóðar- innar. Skylt er þá einnig að geta þess, að hann stóð ekki einn í starfi og stríði, en átti sér við hlið afburða eiginkonu, Ragnheiði Stefánsdóttur Thordersen, fósturdóttur Sigurðar Melsted, er var manni sínum ómet- anlegur lífsförunautur, meðan henn- ar naut við. Þeim orðum til árétt- ingar leyfi ég mér að vitna til eftir- farandi ummæla Péturs Zóphónías- sonar, er talar þar út frá nánum kunnugleika („Foringinn Hannes Hafstein“, Lesbók Morgunblaðsins, 30. nóvember 1941, sem helguð var sérstaklega 80 ára afmæli H. Haf- steins): „En Hannes Hafstein hefði ekki orðið sá ótrauði merkisberi þjóðar sinnar, sem hann var, hefði hann ekki notið hinnar ágætu konu sinn- ar, sem ekki aðeins var fríð með af- brigðum og glæsileg, heldur fyrst og fremst góð kona og göfug, er fylgdi manni sínum að málum, enda kveður hann meðal annars til hennar:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.