Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 88

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 88
70 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA slitum um hvað prenta skuli og hverju sé stungið undir stól af verk- um lifandi eða dáinna höfunda. Ekki er ég að væna þessa presta, sem báðir eru góðgjarnir og vitrir menn, um óhæfilega misbrúkun á valdi sínu í vali, en þegar kemur til stytt- inga og breytinga, þá gengur það næst ritfölsun. Minnir það á Hóla- biskupinn, sem frægur er fyrir það eitt að breyta ýmsum versum Pass- íusálmanna, að því er hann hélt, til batnaðar. Þá er nú áskrifendaskráin, sem prentuð er fremst í bókinni. Sagt er, að hún sé sett þar í heiðursskyni við höfundinn. Ef svo er, hvað mega þá hinir hugsa, sem kaupa bókina í lausasölu? Sýna þeir höfundinum ekki eins mikla virðingu og hinir skrásettu? Fjarri sé það mér að væna þess, að nokkrum hafi verið ögrað eða þrýst til að gerast áskrif- andi, en svo gæti þó farið, ef þetta yrði að tízku. Ég þori að fullyrða, að 98 af hverju hundraði hefðu held- ur kosið eina eða fleiri greinir í bók- inni á þessum sextán síðum, sem þarna er eytt til l'ítils annars gagns, en að sjá nafnið sitt þar á prenti. G. J. Anthology of Modern Icelandic Liierature, I-II 419 blaðsíður. Com- piled and edited by Loftur Bjarna- son, Professor of Liierature U.S. Naval Postgraduate School Mon- terey, California. Þetta eru tveir allstórir fjölritaðir bæklingar í stóru broti og hafa að geyma enskar þýðingar á íslenzkum smásögum, kvæðum og leikritum. Auk þess er þar að finna nokkrar ritgerðir á ensku um íslenzk efni. Prófessor Loftur Bjarnason hefir hér unnið þarft verk. Það er mikill kostur að hafa allt þetta magn í ein- um stað, og mun íslenzkukennurum í hinum engilsaxneska heimi verða drjúgur stuðningur að safninu. Það mun og gefa þeim, sem ekki eiga annars kost en að kynnast íslenzk- um bókmenntum í gegnum þýðing- ar á ensku, allgóða yfirsýn um nokkra þætti íslenzkra nútíðarbók- mennta, en safnið er takmarkað við tímabilið 1800-1950. Mjög mun það vandasamt að þýða bókmenntir af einu máli á annað, og á þetta ekki hvað sízt um ljóða- þýðingar. Ljóðin voru höfuðfarveg- ur norrænnar o g síðar íslenzkrar tungu. Þau eru ríki í ríkinu, og hafa verið það í miklu meira en þúsund ár. Þetta ríki stendur einhvern veg- inn svo föstum fótum, að mjög er erfitt að hrófla við því, hvað þá að gefa því yfirbragð erlendrar tungu. Sumar ljóðaþýðingarnar hafa þó tekizt undarlega vel, en aðrar mið- ur, eins og búast má við. Viðhorf þýðenda eru æði misjöfn. Sumir vilja halda hinu íslenzka formi í þýðingunni, aðrir telja slíkt óæski- legt. Vissulega eru þýðingar góðra bók- mennta gagnlegar, en mér býður samt í grun, að enn muni langt í land með að Engilsaxar geti kynnt sér íslenzka ljóðagerð að nokkru ráði nema með því að leggja á sig það erfiði að nema íslenzku, en við slíkt nám geta þýðingar komið að miklu gagni. Það er alkunna, að góðir þýðendur þurfa að hafa gott vald á báðum mál- um, því máli sem þýtt er á og eins hinu, sem þýtt er úr. Vestur-íslend-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.