Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 33

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 33
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 33 gUðlaUg ólafsdóttir, hanna ragnarsdóttir og BörkUr hansen fyrir alla, stuðlar að skilningi milli ólíkra hópa og lýðræðisleg vinnubrögð virkja nem- endur til þátttöku (Hanna Ragnarsdóttir, 2007b; Nieto, 2010; Wrigley, 2000, 2003). Einn lykillinn að samskiptum og lýðræðislegum umræðum er þekking á markmálinu, þ.e. því tungumáli sem er ríkjandi í umhverfinu. Nemendur af erlendum uppruna verða því að ná valdi á markmálinu en það telja fræðimenn lykil að velgengni nemenda (Delpit, 1995; Nieto, 2010; Wrigley, 2000). Málfærni nemenda má greina í tvennt, annars vegar færni þeirra til að nota tungu- málið til samskipta (e. basic interpersonal communication skills) og hins vegar til að nota tungumálið til að ná námsmarkmiðum (e. cognitive academic language prof- iciency) (Cummins, 2005). Til að nemendur geti náð valdi á markmálinu þarf ílagið (e. input) innan og utan kennslustofu að vera nægilega mikið. Eldri börn eru almennt talin eiga betra með að tileinka sér markmálið í fyrstu en þau yngri. Margt kemur þar til, svo sem aukinn vitsmunaþroski, betri tök á námsaðferðum og meiri skilningur á því hvernig nám fer fram. Nemendur með annað móðurmál en markmál þurfa að vinna ötullega að því að byggja upp færni í nýja tungumálinu eigi þeir að ná árangri í skólum (Birna Arnbjörnsdóttir, 2007). Wrigley (2000, 2003) hefur skoðað einkenni skólastarfs þar sem nemendur af erlendum uppruna og nemendur sem búa við fátækt hafa náð góðum árangri. Þar byggist allt skólastarfið á gagnkvæmri virðingu og stuðlað er að lýðræðislegum vinnu- brögðum með virkum samræðum milli nemenda og kennara. Skilningur á náminu og gagnrýnin hugsun er þjálfuð með rökræðum, samvinna nemenda er mikilvæg og miklar kröfur eru gerðar til allra nemenda. Vel er fylgst með framvindu námsins hjá öllum nemendum. Aðrir þættir sem Wrigley bendir á eru teymisvinna kennara, jafn- ingjafræðsla, námskrá löguð að nemendum, lestrarkennsla þar sem skilningur nem- enda er dýpkaður og síðast en ekki síst mikil og vönduð kennsla í markmálinu. Um leið varar Wrigley við að kenna félagslegum aðstæðum um lélegt gengi í skóla því þá sé hætta á að skólinn slaki á kröfum til sín um vandaðar og vel skipulagðar kennslu- stundir. Talið er mikilvægt að nemendur sem koma inn í skóla frá öðrum löndum fái ýtar- lega kynningu á tilboðum skólanna, tómstundastarfi og leiðum í framhaldsnámi þar sem þeir þekki ekki þá möguleika sem þeim bjóðast í skólanum eða nærsamfélag- inu. Að sama skapi er talið nauðsynlegt fyrir nemendur að geta leitað til einhvers ákveðins aðila innan skólans með mál sem þeir þurfa úrlausn á (Nieto, 2010). Í fjöl- menningarsamfélögum fellur það að nokkru leyti í verkahring skóla að byggja brú og aðstoða fjölskyldur nemenda af erlendum uppruna við að skoða tækifærin sem börn þeirra hafa. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum tilvikum eru skólar helsti tengiliður fjöl- skyldna innflytjenda við nýja samfélagið og því mikilvægt að þeir sinni því hlutverki gaumgæfilega (Hanna Ragnarsdóttir, 2007a; Nieto, 2010; Wrigley, 2003). Mikilvægt er að ganga út frá því að allir foreldrar hafi áhuga á menntun barna sinna þó að þeir hafi mismikla þekkingu á því hvernig skólastarfið fer fram (Ryan, 2006; Wrigley, 2003).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.