Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 109

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 109
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 109 friðrik sigUrðsson Það má halda því fram með rökum að heiti laganna sé villandi þar sem fráleitt er að þar sé fjallað um öll málefni fatlaðs fólks og ekki eiga heldur allir þeir sem fatlaðir geta talist rétt skv. lögunum. Fyrst og fremst tryggja lögin þjónustu þeim til handa sem þurfa mikla og sértæka félagsþjónustu. Þess má geta að sænsku lögin (LSS-lögin), sem svipar um margt til íslensku laganna, m.a. hvað varðar markmiðsgrein og verksvið, heita, í íslenskri þýðingu, Lög um stuðning og þjónustu við afmarkaðan hóp fatlaðra (Lag om stöd och service til vissa funktionshindrade nr. 387/1993). Um margt væri það réttara nafn á íslensku lögunum einnig. Í 7. grein laga um málefni fatlaðs fóks frá 1992 er eftirfarandi ákvæði: Fatlaðir skulu eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ávallt skal leit- ast við að veita fötluðum þjónustu samkvæmt almennum lögum á sviði menntunar, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Reynist þjónustuþörf hins fatlaða meiri en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu skal hinn fatlaði fá þjónustu sam- kvæmt lögum þessum. (Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992) Lög sem hafa slík ákvæði, þ.e. að þau eigi fyrst og fremst að gagnast einstaklingum þegar ákvæði almennari laga fullnægja ekki þörfum notandans hafa stundum verið kölluð plús (+) lög. Í reynd hefur, hvað varðar stór þjónustusvið eins og búsetuþjónustu, verið óljóst hvernig þessi sameiginlega ábyrgð og réttindi eru, þ.e. annars vegar eftir almennum lögum eins og lögum um félagsþjónustu (Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991), þar sem er að finna heilan kafla um þjónustu við fatlað fólk, og hins vegar samkvæmt sértækari plús-lögum. Reyndin virtist vera að annaðhvort höfðu einstaklingar allan sinn rétt sam- kvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks (þeir sem þurfa mikla þjónustu) eða félagsþjónustu- lögum (þeir sem þurfa litla þjónustu). Undantekning frá þessu var svokölluð „sjálfstæð búseta“ (þeir sem þurfa miðlungsþjónustu) þar sem þjónusta samkvæmt lögum um mál- efni fatlaðs fólks kom til viðbótar almennri félagsþjónustu. Þetta fyrirkomulag hafði það í för með sér að ríki og sveitarfélög tókust gjarnan á um þjónustumagnið, oft til að losna alfarið við að bera kostnað af þjónustu við fatlað fólk. ViðHOrf nOtEnDa Fatlað fólk hefur margoft bent á að það að þjónustan við þann hóp sé eins sértæk og raun ber vitni sé til marks um aðgreiningu og stimplun þessa þjóðfélagshóps. Líta beri á félags- lega þjónustu út frá þörfum hvers og eins en ekki einblína á hvernig þarfirnar eru tilkomnar. Í aðdraganda Evrópuárs fatlaðra 2003 söfnuðust 600 fatlaðir einstaklingar saman í Madrid og samþykktu ályktun þar sem þetta sjónarmið er ítrekað og hvatt til að hætt sé að líta á málefni fatlaðs fólks sem málefni tiltekinna ráðuneyta eða stofnana innan stjórnsýslunnar. Fatlað fólk er hvatt til að berjast fyrir því að stefnumótun um málefni fatlaðs fólks verði hluti af allri almennri ákvarðanatöku í stjórnsýslunni. Jafnframt er það ítrekað að fötluðu fólki eigi að standa til boða öll þjónusta sem aðrir samborgarar eiga rétt á hvort sem það er á sviði heilbrigðis-, mennta-, atvinnu-, eða félagsþjónustu. Höfuðáherslu þurfi að leggja á að þjónusta við fatlað fólk verði samþætt innan ólíkra sviða og yfir þau (Friðrik Sigurðsson og Halldór Gunnarsson, 2003).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.