Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 10
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 8-26
Heildarsýn og röksemdir
Róbertjackræðir við Eyjólf Kjalar Emilsson
Miglangar að spyrjapigfyrst hvernigpú komst íkynni viö heimspeki og afhverjupú
fórst að Itera hana í háskóla.
Ég veit það ekki. Ég held að ég hafi spekúlerað mikið sem krakki. Ég var sjálfsagt
einn af þessum krökkum sem spurði skrýtinna spurninga, þó ekki endilega svo
gáfulegra. Ég ólst upp hjá afa mínum og ömmu í Kópavogi og í herberginu sem
ég hafði var bókahilla með bókum föður míns sem á þessum tíma bjó í útlöndum.
Ég held ég hafi verið fimmtán eða sextán ára þegar ég sé þarna tvær bækur eftir
Brynjólf Bjarnason, Forn og ný vandamál og Gátuna miklu. Og ég les aftan á þeirri
fyrri að þetta sé bók um heimspeki. Það fannst mér forvitnilegt og lagðist í þessa
bók. Hún er nú ekki mikil að vöxtum, en ég man að þetta var um sumar og ég var
í einhverri sumarvinnu, en ég las eiginlega ekkert annað þetta sumarið, og ég las
aftur og aftur. Sumt taldi ég mig skilja, annað síður, en ég einhvern veginn heill-
aðist af þessu. Svo náði ég mér nú í fleiri bækur eftir Brynjólf. Það var nú ekki
mikið til hérna af svona bókum, en eitthvað náði ég mér í á dönsku eða norsku,
eftir Arne Næss og Sartre. Tilvistarstefnan er mannhyggja fannst mér sterk bók,
og um tíma fannst mér erfitt að gera upp á milli Sartres og Brynjólfs. \Hlœr\ - Svo
náði ég mér líka í Sögu mannsandans eftir Agúst H. Bjarnason, en það rit olli mér
vonbrigðum, það var lítið annað en saga. Það sem ég held að hafi heillað mig við
Brynjólf voru átökin í hugsuninni, hann var að glíma við eitthvað. Ágúst var meira
bara að segja sögu.
Þetta er áður enpúferð í menntaskóla?
Ég man þetta ekki alveg fyrir víst, ætli þetta hafi ekki verið sumarið áður en ég fór
í menntó, en ég var að rembast við að lesa heimspekibækur öll menntaskólaárin.
En það var nú langt frá því að maður væri búinn að lesa allt eða svoleiðis, en ég
var alltaf annað veifið að bera mig eftir þessu. Svo átti ég vin sem var á svolítið
svipuðum nótum, Gest Ólafsson, sem varð stærðfræðingur, og stjúpi minn,
Kristján Árnason, reyndist mér líka haukur í horni.