Hugur - 01.01.2008, Page 11
Heildarsýn og röksemdir
9
Ogpetta hefur endaðpannig aðpúfórst ínám við Háskóla Islands?
Já, það gerði það. Eg var aldrei í vafa um það að ég ætlaði að fara í heimspeki eftir
að þessi áhugi var kviknaður.
Fyrirpá sem ekkipekkjapína heimspeki eðapinn heimspekiáhuga, geturðu talið upppá
heimspekinga sem hafa sérstaklega haft áhrif ápig eðapú hefur haft áhuga á igegnum
árin?
Ég er nú búinn að nefna þarna tvo. I náminu hérna heima varð Kant mikið á vegi
okkar og Descartes. Ég hef alltaf dáð Descartes og hef haldið þeim áhuga svolítið
við. Svo seinna úti í framhaldsnáminu kynntist ég líka Spinoza og Leibniz. Þá
þekkti ég lítið hérna að heiman, en þeir heilluðu mig báðir mikið. Og svo nátt-
úrlega Platon og Aristóteles. Nú hef ég fyrst og fremst fengist við þessa grísku
heimspeki, en það var alls ekki það sem stóð til í upphafi. Ég sem sagt fer hérna í
háskólann í heimspeki. Þá var bara hægt að taka helming BA-námsins í heimspeki
og það þurfti að taka a.m.k. eitt annað fag með. Ég vissi eiginlega ekki hvað hitt
fagið ætti að vera, en ég tek frönsku án þess að vera með neinn brennandi áhuga,
og eftir ársnám langaði mig ekki til að taka meira af henni. Svo úr einhverjum
vandræðagangi vel ég grísku eiginlega vegna þess að ég hafði gaman að tungu-
málanámi og hafði tekið latínu í menntaskóla og taldi að þetta væri svona svipað.
Það var upp úr því sem þessi áhugi á grískri heimspeki vaknar. I grískunni lásum
við Gorgías eftir Platon sem ég endaði með að þýða og skrifa BA-ritgerð um. Og
það verk held ég að hafi mótað mig meira en flest. Þarna fannst mér ég í fyrsta
skipti mæta siðfræði sem talaði til mín og gæti skipt mig máli í daglegu lífi.
Það er pá bœði glíma við tungumálið og innihaldið í textanum sem hélt pér við
efnið?
Já, það var það. En það var sem sagt ekki sérstakur áhugi á fornaldarheimspeki
sem var upphaflega ástæðan fyrir því að ég valdi grískuna.
Við kannski komum nánar að fornaldarheimspekinni á eftir, en mig langar líka að
spyrjapig um nokkurpau heimspekirit sem hafa haft mest áhrif ápig eðapú metur mest
í heimspekisögunni.
Það eru náttúrlega þessi stóru frægu nöfn: Gagnrýni hreinnar skynsemi eftir Kant,
Hugleiðingar um frumspeki eftir Descartes, Ríkið eftir Platon og Siðfræði og
Frumspeki Aristótelesar. Svo ég nefni nú ekki til dæmis Plótínos. Pascal er einn
enn sem ég hef hrifist af, þótt ég skilji hann ekki nema á köflum. Það er kannski
auðveldara að segja hvað hefur ekki hrifið mig. Ég hugsa að það segði kannski
meira.
Geturðu nefhtpað?
Ég gæti nefnt eitthvað. Nietzsche get ég ekki lesið.