Hugur - 01.01.2008, Page 12

Hugur - 01.01.2008, Page 12
10 Róbert Jack rœðir við Eyjólf Kjalar Emilsson Veistu af hverju? Nei, ekki almennilega. Þó er sagt að Nietzsche sé ungra manna heimspekingur en hann rak aldrei á fjörur mínar þá. Svo hef ég ekki komist hjá því að heyra heil- mikið um hann og lesa eitthvað um hann, jafnvel þurft að kenna kafla eftir hann. Eg hef a.m.k. tvisvar ætlað að taka á mig rögg og bæta úr þessum menntunar- skorti. Þá hef ég ekki enst, mér finnst ég hafa heyrt þetta allt áður og það kveikir ekki í mér. Eitthvaðjieira? Ja, í skóla hreifst ég dálítið af Marx, var svona kommastrákur. Og þegar ég byrja í háskólanum hérna þá áttaði ég mig á að það væri einhver svona meginlandslína annars vegar og analýtísk hins vegar. Ég hélt ég væri ábyggilega á meginlandslín- unni. En svo verð ég nú bara að viðurkenna að margt af hinu taginu hreif mig eiginlega meira, mér fannst ég hugsa meira á þeim nótum. Ogpú endar meira í rökgreiningarheimspeki. Já, án þess að ég sé með neina fordóma. Eins og ég sagði er Sartre einn af þeim sem hreif mig mest. Heidegger finnst mér voðalega erfiður, en ég veit að það er eitthvað þarna og það væri fjarri mér að afskrifa hann sem einhvern rugludall eins og sumir vilja gera. - En ég ætlaði að fara að segja að ég hef dáðst að ýmsu í þess- ari analýtísku heimspeki, skýrleika og rökfestu. Og svo fór ég í framhaldsnám til Princeton sem var mjög sterkur skóli í rökgreiningarheimspeki og reyndar heim- spekisögu líka, það voru sterku sviðin. Maður hreifst svoh'tið með, félagar manns voru á kafi í svona hlutum, en með árunum fór mér að leiðast margt í þessari ana- lýtísku heimspeki. Mér fannst hún vera orðin svo tæknileg og allt á huldu um hvaða máli svörin skipta. Þú meinar kannski að petta sé orðið staglspeki eins og Mikael Karlsson hefur orðað pað? Já, en það hefur nú ekkert orðið til þess að ég hafi þess vegna hallað mér að ein- hverri meginlandsspeki, heldur frekar bara meira að klassíkerunum. Mér finnst að í klassískri heimspeki, allavega fram að Kant og kannski Hegel, sé ákveðið jafn- vægi sem mér líkar milli hinna stóru hugmynda og kröfú um rökstuðning. Hvað áttu við meðpví, aðpað sé meira jafnvægi? Jú, ég held sem sagt að heimspeki sé einhver viðleitni til að skilja heiminn og ég held að það sé gefið, allavega í okkar vestrænu hefð, að þessi viðleitni á að styðjast við rök og skynsemi: Við viljum sjá skynsamlegar ástæður fyrir því sem haldið er fram. Svokölluð heimspeki sem skeytir ekkert um rökstuðning á allavega ekki upp á pallborðið hjá mér og á varla skilið að kallast þessu nafni. En til að um rétt- nefnda heimspeki sé að ræða þurfa hugmyndirnar líka að vera stórar og afdrifa- ríkar þannig að þær veiti einhverja yfirsýn um heimsbyggð alla, og þar finnst mér staglspekin oft klikka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.