Hugur - 01.01.2008, Síða 12
10
Róbert Jack rœðir við Eyjólf Kjalar Emilsson
Veistu af hverju?
Nei, ekki almennilega. Þó er sagt að Nietzsche sé ungra manna heimspekingur en
hann rak aldrei á fjörur mínar þá. Svo hef ég ekki komist hjá því að heyra heil-
mikið um hann og lesa eitthvað um hann, jafnvel þurft að kenna kafla eftir hann.
Eg hef a.m.k. tvisvar ætlað að taka á mig rögg og bæta úr þessum menntunar-
skorti. Þá hef ég ekki enst, mér finnst ég hafa heyrt þetta allt áður og það kveikir
ekki í mér.
Eitthvaðjieira?
Ja, í skóla hreifst ég dálítið af Marx, var svona kommastrákur. Og þegar ég byrja í
háskólanum hérna þá áttaði ég mig á að það væri einhver svona meginlandslína
annars vegar og analýtísk hins vegar. Ég hélt ég væri ábyggilega á meginlandslín-
unni. En svo verð ég nú bara að viðurkenna að margt af hinu taginu hreif mig
eiginlega meira, mér fannst ég hugsa meira á þeim nótum.
Ogpú endar meira í rökgreiningarheimspeki.
Já, án þess að ég sé með neina fordóma. Eins og ég sagði er Sartre einn af þeim
sem hreif mig mest. Heidegger finnst mér voðalega erfiður, en ég veit að það er
eitthvað þarna og það væri fjarri mér að afskrifa hann sem einhvern rugludall eins
og sumir vilja gera. - En ég ætlaði að fara að segja að ég hef dáðst að ýmsu í þess-
ari analýtísku heimspeki, skýrleika og rökfestu. Og svo fór ég í framhaldsnám til
Princeton sem var mjög sterkur skóli í rökgreiningarheimspeki og reyndar heim-
spekisögu líka, það voru sterku sviðin. Maður hreifst svoh'tið með, félagar manns
voru á kafi í svona hlutum, en með árunum fór mér að leiðast margt í þessari ana-
lýtísku heimspeki. Mér fannst hún vera orðin svo tæknileg og allt á huldu um
hvaða máli svörin skipta.
Þú meinar kannski að petta sé orðið staglspeki eins og Mikael Karlsson hefur orðað
pað?
Já, en það hefur nú ekkert orðið til þess að ég hafi þess vegna hallað mér að ein-
hverri meginlandsspeki, heldur frekar bara meira að klassíkerunum. Mér finnst að
í klassískri heimspeki, allavega fram að Kant og kannski Hegel, sé ákveðið jafn-
vægi sem mér líkar milli hinna stóru hugmynda og kröfú um rökstuðning.
Hvað áttu við meðpví, aðpað sé meira jafnvægi?
Jú, ég held sem sagt að heimspeki sé einhver viðleitni til að skilja heiminn og ég
held að það sé gefið, allavega í okkar vestrænu hefð, að þessi viðleitni á að styðjast
við rök og skynsemi: Við viljum sjá skynsamlegar ástæður fyrir því sem haldið er
fram. Svokölluð heimspeki sem skeytir ekkert um rökstuðning á allavega ekki upp
á pallborðið hjá mér og á varla skilið að kallast þessu nafni. En til að um rétt-
nefnda heimspeki sé að ræða þurfa hugmyndirnar líka að vera stórar og afdrifa-
ríkar þannig að þær veiti einhverja yfirsýn um heimsbyggð alla, og þar finnst mér
staglspekin oft klikka.