Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 17
Heildarsýn og röksemdir
15
Er hugmyndin um hið eina hjá Plótinosi sem sagtpessa eðlis? Hún getur virkað jjótt á
litið eins oghún se'bara lokuð,þ.e.a.s. allt se'eitt,punktur. Maður se'r ekki hvar leyndar-
dómurinn er ípví. Eins ogpað er leyndardómur hjá Kant,p.e. hluturinn ísjálfum se'r,
og hjá Heidegger er veran einhvers konar leyndardómur.
Já. Eg held að það sé alveg á hliðstæðan hátt.
Hvernig pá?
[Hugsarsig um] Ja, hið eina er þarna og það er upphaf alls annars, en þú getur ekki
hugsað það, þú getur ekki lýst því, þú nærð aldrei utan um það.
Enpað er eitthvað annað en hlutirnir íheiminum?
Já, það er ekki bara einn hlutur í viðbót í heiminum sem er svona ofsalega ein-
faldur.
Ogpað er ekki heldur samsafn allra hluta?
Nei. En hvernig sem smáatriðin um þetta eru þá finnst mér allavega augljóst að
þarna er áhugaverð og heillandi heimspeki sem þarf ekki að vera neitt úrelt. Ég
held að Plótínos sé ekkert úreltari um þetta en Kant eða Wittgenstein ef þvi er að
skipta. Jafnframt er þetta hugmynd sem á einhvern hátt gengur aftur. Ég er ekki
að segja í nákvæmlega sömu mynd. Þetta er klassísk frumspeki. Og það að fást við
heimspekisögu af því tagi sem ég geri veitir mér leyfi til að iðka svoleiðis frum-
speki. Ef ég settist niður og reyndi að skrifa grein í samtímatímarit um eitthvert
svona efni þá er ég ekki viss um að það yrði mikið hlustað á mig, en það er í lagi
að taka þetta svona sögulega. En að sumu leyti held ég að þetta virki eins og tilefni
til að iðka heimspeki, en náttúrlega á forsendum sögunnar og textanna. Maður má
ekki fara að skálda upp hvað þeir segja.
Þetta er athyglisvert. Þá er eins og einhvers konar ritskýring sé leyfileg ípessu tilfelli,
en ekkipað að stunda heimspekifrágrunni, búa hana til...
Ja, leyfilegt, leyfilegt? Það eru nú ekki margir sem fást við frumspeki af þessu tagi
á okkar dögum, ósögulega. Það er þó sjálfsagt til, en þá er það yfirleitt á forsendum
fremur tæknilegrar frumspeki, eins og David Lewis stundaði og fleiri. Það er
heiUandi, en er ekki það sem brennur mest á mér.
Enpað erpetta sem heldurpér við efnið, pað erfrumspekin, pessi heildræna sýn ?
Já.
En höldum áfram með Plótínos. Bókpín heitir Plotinus on Intellect. Intellect, vœru
pað vitsmunirá t's/ensku?
Frekar kannski hugur, jafnvel skynsemi.