Hugur - 01.01.2008, Side 29

Hugur - 01.01.2008, Side 29
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 27-36 Páll Skúlason Að skilja heimspeking Hvað felur það í sér að leitast við að skilja heimspeking og hvernig getur saga heimspekinnar komið að gagni í því sambandi? Eitt markmið þess að takast á við þessar spurningar getur verið að átta sig betur á þeim kröfum sem má gera til þeirra sem ætla sér að túlka rit heimspekinga. En almennara markmið er ein- faldlega að leitast við að skilja hvað það felur í sér að stunda heimspeki, hvað vakir fyrir heimspekingi sem vakir ekki fyrir stjórnmálamanni, presti, blaðamanni, skáldi eða listamanni - nema þá að svo mildu leyti sem viðkomandi manneskja sem gengur inn í það verkefni eða hlutverk að vera stjórnmálamaður, skáld eða bóndi er jafnframt að fást við það sama og heimspekingur gerir eða reynir að gera. Eins og sjá má geng ég að því vísu að heimspeki sé tiltekin starfsemi eða verk- efni sem aðgreini sig frá mörgu öðru sem mannfólkið fæst við eða ætlar sér. Ein spurning vaknar samstundis en hún er sú hvaða önnur verkefni eða áform manna standa heimspeki nærri, en greina sig þó bersýnilega skýrt frá henni. Að iðka skáldskap, listir eða vísindi er annað en að iðka heimspeki. Að fást við stjórnmál eða reka áróður fyrir tilteknum málstað er heldur ekki heimspeki. Til að skilja heimspeking, til að skilja heimspekikenningar, heimspekilegar staðhæfingar og heimspekirit, þarf sem sé að mínum dómi að vita hvað heimspeki er eða kannski öllu fremur að skilja hvað hún er ekki, hvað heimspekingurinn er ekki að gera, að minnsta kosti ekki sem heimspekingur. Platon, Descartes, Kant og Sartre fæddust auðvitað ekki heimspekingar, heldur tóku ungir að stunda heimspeki af ástæðum sem þeir hafa raunar allir nema Kant sagt ítarlega frá. Sú tilhneiging margra heimspekinga að skýra heimspeki sína með ævisögulegum atriðum er að mínu viti ekki tilviljun: Heimspeki er í huga mínum fyrst og fremst ákveðið persónulegt ævintýri - það er að segja ævintýri þar sem maður leggur sjálfan sig að veði á ákveðinn hátt - og það er þessi ákveðni háttur sem gerir einstakling hugsanlega að heimspekingi. Mér virðist að einstaklingur sem gerist heimspekingur leitist ævin- lega við að sýna öðrum fram á að tiltekin sannindi um heiminn eða veruleikann sem hann hefur uppgötvað hafi almennt gildi, séu sönn, ávallt og fyrir alla, og það sé þess virði að verða fyrir þeirri reynslu að uppgötva þessi tilteknu sannindi með þeim hætti sem hann sjálfur hefur gert. Hér er ekki um einfalt mál að ræða, hvorki fyrir þá sem þegar eru á kafi í því að iðka heimspeki með sínum hætti né fyrir hina
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.