Hugur - 01.01.2008, Síða 29
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 27-36
Páll Skúlason
Að skilja heimspeking
Hvað felur það í sér að leitast við að skilja heimspeking og hvernig getur saga
heimspekinnar komið að gagni í því sambandi? Eitt markmið þess að takast á við
þessar spurningar getur verið að átta sig betur á þeim kröfum sem má gera til
þeirra sem ætla sér að túlka rit heimspekinga. En almennara markmið er ein-
faldlega að leitast við að skilja hvað það felur í sér að stunda heimspeki, hvað vakir
fyrir heimspekingi sem vakir ekki fyrir stjórnmálamanni, presti, blaðamanni, skáldi
eða listamanni - nema þá að svo mildu leyti sem viðkomandi manneskja sem
gengur inn í það verkefni eða hlutverk að vera stjórnmálamaður, skáld eða bóndi
er jafnframt að fást við það sama og heimspekingur gerir eða reynir að gera.
Eins og sjá má geng ég að því vísu að heimspeki sé tiltekin starfsemi eða verk-
efni sem aðgreini sig frá mörgu öðru sem mannfólkið fæst við eða ætlar sér. Ein
spurning vaknar samstundis en hún er sú hvaða önnur verkefni eða áform manna
standa heimspeki nærri, en greina sig þó bersýnilega skýrt frá henni. Að iðka
skáldskap, listir eða vísindi er annað en að iðka heimspeki. Að fást við stjórnmál
eða reka áróður fyrir tilteknum málstað er heldur ekki heimspeki. Til að skilja
heimspeking, til að skilja heimspekikenningar, heimspekilegar staðhæfingar og
heimspekirit, þarf sem sé að mínum dómi að vita hvað heimspeki er eða kannski
öllu fremur að skilja hvað hún er ekki, hvað heimspekingurinn er ekki að gera, að
minnsta kosti ekki sem heimspekingur. Platon, Descartes, Kant og Sartre fæddust
auðvitað ekki heimspekingar, heldur tóku ungir að stunda heimspeki af ástæðum
sem þeir hafa raunar allir nema Kant sagt ítarlega frá. Sú tilhneiging margra
heimspekinga að skýra heimspeki sína með ævisögulegum atriðum er að mínu viti
ekki tilviljun: Heimspeki er í huga mínum fyrst og fremst ákveðið persónulegt
ævintýri - það er að segja ævintýri þar sem maður leggur sjálfan sig að veði á
ákveðinn hátt - og það er þessi ákveðni háttur sem gerir einstakling hugsanlega að
heimspekingi. Mér virðist að einstaklingur sem gerist heimspekingur leitist ævin-
lega við að sýna öðrum fram á að tiltekin sannindi um heiminn eða veruleikann
sem hann hefur uppgötvað hafi almennt gildi, séu sönn, ávallt og fyrir alla, og það
sé þess virði að verða fyrir þeirri reynslu að uppgötva þessi tilteknu sannindi með
þeim hætti sem hann sjálfur hefur gert. Hér er ekki um einfalt mál að ræða, hvorki
fyrir þá sem þegar eru á kafi í því að iðka heimspeki með sínum hætti né fyrir hina