Hugur - 01.01.2008, Side 43

Hugur - 01.01.2008, Side 43
Vit og vitleysa 41 Adolf frænda mínum [...] Við það tækifæri hafði ég hlustað á samtal milli þessara tveggja manna um heimspeki og heimspekinga sem hafði mjög djúp áhrif á mig. Eg man að Weisse [...] réttlætti skort á skýrleika í skrifum sínum sem var mikið gagnrýndur með því að halda því fram að ekki væri hægt að leysa dýpstu ráðgátur mannsandans til gagns fyrir almúgann. Ég féllst undireins á þessa speki sem leið- sögureglu fyrir allt sem ég skrifaði. Ég minnist þess að elsti bróðir minn Albert varð öskuvondur yfir stílnum á bréfi sem ég skrifaði honum einu sinni fyrir hönd móður minnar, og lét í ljós ótta sinn um að ég væri að missa vitið.“ Annar kafli, þar sem Wagner kemur líka við sögu, er úr sjálfsævisögu málarans Ériedrichs Pecht. Þar sem hann skrifar um daga sína og Wagners í Dresden á fimmta áratug nítjándu aldar segir hann: „Dag nokkurn þegar ég heimsótti hann var hann upp- fullur af brennandi áhuga á Fyrirbærafrœði Hegels sem hann sagði mér með dæmi- gerðum ýkjum að væri besta bók sem nokkru sinni hefði komið út. Til að sanna það las hann fyrir mig kafla sem honum hafði fimdist sérstaklega mikið til koma. Þar sem ég skildi hann ekki alveg bað ég hann að lesa kaflann aftur og skildi þá hvorugur okkar hann. Hann las kaflann í þriðja og fjórða sinn þangað til við loks horfðum hvor á annan og skelltum upp úr.“ Um síðir komu viðbrögð úr hópi heimspekinga gegn svona rithætti í heimspeki. I bókum Schopenhauers er að finna fjöldann allan af taumlausum svívirðingum um Fichte, Schelling og Hegel. Um hina venjulegri atvinnuheimspekinga þess tíma, eins og til dæmis Weisse, skrifaði Schopenhauer: „Til að leyna skorti á raun- verulegum hugmyndum búa margir sér til mikilfenglegt kerfi langra samsettra orða, flókið orðaflúr og frasa, ný áður óþekkt orðatiltæki, sem allt samanlagt myndar ákaflega torskilið hrognamál sem hljómar mjög fræðilega. En með öllu þessu segja þeir samt nákvæmlega ekkert." Hann sá ekki neitt, hvorki í eðli heim- spekinnar né þýskunnar, sem gæti réttlætt slík skrif, og vegna þess að engar boð- legar fyrirmyndir til að skrifa heimspeki á þýsku voru til einsetti hann sér að skrifa hana eins og Hume hafði skrifað hana á ensku. Eftir hina miklu þýsku hughyggju- menn skrifuðu allir mestu heimspekingarnir um miðbik og seinni hluta nítjándu aldar - Kierkegaard, Schopenhauer, Marx (alltént heimspekingur að hluta) og Nietzsche - vísvitandi í andstöðu við Hegel, og þeir voru allir frábærir rithöfundar. Ég fæ ekki séð að neinn sem er kunnugur skrifiim Kierkegaards og Schopenhauers, að minnsta kosti, gæti haldið því fram með rökum að skýr og greinilegur stíll þeirra útiloki djúpa, fágaða eða margslungna hugsun (þótt ég sjái hvernig kannski væri hægt að halda slíku fram gegn Marx og Nietzsche). I Bretlandi gerðist nokkuð ekki ósvipað á seinni hluta nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar. Það var langt tímabil þar sem ríkjandi rétttrúnaður hjá heim- spekingum var afbrigði af nýhegelisma. Meðal nokkurra nafna sem tengjast þessu eru Green, Bosanquet, McTaggart og Bradley. Yfirleitt var ritháttur þeirra í sam- ræmi við fylgispekt þeirra við Hegel. Bertrand Russell og G. E. Moore voru þjálf- aðir í þessari hefð. Það er nú almennt fallið í gleymsku að fyrsta sjálfstæða ritsmíð Russells var nýhegelsk fræðiritgerð um undirstöður rúmfræðinnar - sem hann síðar afneitaði. Með tímanum gerðu þeir Moore vísvitandi uppreisn gegn arfleifð sinni. Grundvaflaratriði í stefnuskránni sem þessir ungu uppreisnarmenn lýstu yfir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.