Hugur - 01.01.2008, Page 46

Hugur - 01.01.2008, Page 46
44 Bryati Magee það sem eftir var ævinnar með því að skxifa fyrir almenning utan háskólanna. Hann skrifaði því bók sem ætlað var að kynna þessum almenningi meginhug- myndir heimspeki sinnar. Bókin, sem kom út árið 1800, ber heitið Die Bestimmung des Menschen og var þýdd á ensku sem The Vocation ofMan (Köllun mannsins). Hún er efnismikil og skrifuð með allt öðrum hætti en fyrri verk hans. Satt að segja er hún prýðilega vel skrifuð, textinn skýr og djúpur án tilgerðar. Eg held að þetta sé frábær bók sem ein og sér nægir til að skipa Fichte í fremstu röð heimspekinga og sýnir fram á skýlausa ritfærni hans. Hann gat sem sagt skrifað þannig ef það hentaði. Svo virtist sem allt væri undir því komið hverja hann var að ávarpa og hvað hann vonaðist til að fá út úr því. Dæmi Fichtes auðveldar okkur skilning á einni af helstu breytingunum sem urðu á vestrænu háskólalífi á tuttugustu öld - reyndar frá lokum síðari heims- styrjaldar.Æðri menntageirinn hefiir margfaldast og þetta hefur breytt kennslunni á háskólastigi í eina af þeim starfsgreinum sem telur hundruð þúsunda meðlima. Sérhver námsgrein sem kennd er í háskóla hefur skapað fjölmenna stétt fólks sem næstum því öllu er mikið í mun að komast áfram en ólíkt Fichte er fæst mikið hæfileikafólk. Að búast við að háskólakennarar í heimspeki séu sjálfir góðir heim- spekingar væri jafn rangt og að búast við að allir háskólakennarar í bókmenntum væru góð ljóðskáld, skáldsagnahöfiindar eða leikskáld. I hvoru tilviki fyrir sig eru vitanlega fáeinir góðir en það væri ósanngjarnt að búast við að allir hinir væru það. En á þessum tímum, þar sem gildir „að gefa út eða glatast“, hvernig eiga þessir hinir að blómstra í störfiim sínum? Þeir standa frammi fyrir einungis takmörk- uðum fjölda kosta. Þeir geta skrifað um verk annarra, en það er leiðin sem flestir þeirra fara. Séu þeir staðráðnir í að skrifa sjálfir frumleg verk geta þeir valið svið sem hefur verið vanrækt svo að næstum því hvað sem þeir segja telst vera framlag. Eða þeir geta haldið sig á kunnugu svæði og gert greinarmun sem hingað til hefur ekki verið gerður. Þetta leiðir til þess að æ meira er skrifað um æ minna - til hinn- ar sívaxandi sérhæfingar sem við þekkjum svo vel. Allir þessir kostir eru ekki fyrst og fremst nýttir vegna gildis þeirra í sjálfum sér heldur til að stuðla að starfsframa höfundarins. Einmitt um þessar mundir er verið að skrifa bækur og greinar í þeirri von að þær muni hjálpa til að tryggja höfiindunum stöðuhækkun, eða alltént auka orðstír þeirra. Námsgreinar eru valdar vegna þess að þær eru í tísku eða til að þóknast ákveðnum prófessorum eða deildum. Verið er að hugsa upp rannsóknar- verkefni til að laða að sér fjármagn. I öllum tilvikum er markmiðið að hafa jákvæð áhrif á einhvern í því skyni að komast áfram í starfi. Löngunin til að hafa áhrif hefiir eyðilagt skrif háskólafólks og hún er mesti stílspillirinn. Þau áhrif sem rithöfiindur vill hafa á lesendur ráðast alltént að hluta til af fræði- grein hans. Sagnfræðingar, svo dæmi sé tekið, vilja stundum að þeir séu taldir vita mikið og hafi tök á smáatriðum svo að þeir skrifa kannski með þeim hætti að þetta komi fram. Hins vegar vilja bókmenntanemar oftar að talið sé að viðbrögð þeirra við skrifuðum textum sýni næman og skarpan skilning og að þeir sjái eitthvað í texta sem aðrir sjá ekki. Það sem hvetur rithöfiind til skrifta er lykillinn að stílnum. Af hverju er hann að skrifa? Hvað svo sem það er mun það ekki aðeins ákvarða hvernig hann skrifar heldur hvað hann skrifar um. Ég er hræddur um að heim-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.