Hugur - 01.01.2008, Page 56
54
Jón A. Kalmansson
sérkennilegheitum vitundarlífsins heldur tekur hana sem vísbendingu um eitthvað
sem heíur milda þýðingu.
Það kann að virðast undarlegt að leggja svo mikla áherslu á eina birtingarmynd
ímyndunaraflsins; undrunina gagnvart tilvistinni. A ímyndunaraflið sér ekki
margar birtingarmyndir? Svarið er að sjálfsögðu jákvætt. Sennilega tengja flestir
ímyndunaraflið við getuna til að skapa eitthvað nýtt úr fyrri reynslu og minn-
ingum,'3 setja sér eitthvað fyrir sjónir sem ekki blasir nauðsynlega við; setja til
dæmis saman á nýjan og frumlegan hátt orð, liti eða tóna, og skapa þannig lista-
verk. Við tengjum ímyndunaraflið líka við getuna til að brjótast frá viðteknum
hugmyndum og leiðum til að skoða veruleikann, og opna um leið augun fyrir
nýjum skilningi og þekkingu; að sjá ekki aðeins það sem aðrir sjá, það sem viðtekið
er að sjá, heldur vera fær um að sjá eitthvað nýtt, eitthvað sem enginn hefur áður
komið auga á. Með þessu móti hefur ímyndunaraflið mikla praktíska þýðingu. Það
hjálpar okkur í lífsbaráttunni með því að gera okkur kleift að sjá fyrir erfiðleika og
finna ný tækifæri og lausnir. Það leikur til dæmis lykilhlutverk í tækni og vís-
indum.14 Án þess gætu vísindamenn ekki þróað hugmyndir sínar og tilgátur um
heiminn eða fiindið upp ný og nytsamleg tæki.
Imyndunaraflið er hka forsenda siðferðilegrar hugsunar. Með ímyndunaraflinu
getum við gert okkur í hugarlund afleiðingar gerða okkar til skemmri og lengri
tíma. Þessi hæfileiki kann að vera mannkyninu í heild mikilvægari nú á tímum en
nokkru sinni fyrr. Almennt má segja að ímyndunaraflið geri manni kleift að sjá
möguleika og tengsl; sjá eitt í ljósi annars, og sjá að eitthvað annað en það sem er
gæti verið.’5 Ef við værum ófær um að gera okkur í hugarlund að hlutirnir gætu
verið öðruvísi en þeir eru þá gætum við ekki hugsað okkur hvernig þeir gætu verið
betri. Hugmyndir og hugsjónir - hæfileiki manna til að sjá fyrir sér í huganum
annan og betri mann og heim - eru þess vegna forsenda þess að þeir geti á
13 David Hume bendir á það í Rannsókn á skilningsgáfunni (Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag 1988, s. 69) að hugsun okkar og ímyndunarafl sé háð skynjun okkar, reynslu
og minningum. Þótt hugsun og ímyndunarafli mannsins virðist við fyrstu sýn lítil takmörk
sett, sé meðal annars „auðvelt að skapa ófreskjur og hvers kyns óskapnað" og geti „flutt oss á
örskotsstundu til fjarlægustu hlpta himingeimsins", þá sé þeim í raun þröngur stakkur skor-
inn: „allur sköpunarmáttur [hugsunarinnar] felst í því einu að hún getur raðað saman þeim
efnivið sem skynfærin og reynslan láta henni í té, velt honum fyrir sér, miklað hann og dregið
úr“. Það er án efa rétt hjá Hume að hugsun og ímyndunarafl eru háð skynjun og reynslu, og
þess vegna getur mikil lífsreynsla, þekking og kunnátta styrkt og auðgað ímyndunaraflið. En
hann kann, eins og fleiri raunhyggjumenn, að hafa gert of lítið úr því í hve ríkum mæli áhrifin
eru gagnkvæm; að hve miklu leyti hugsun okkar og ímyndunarafl mótar óhjákvæmilega sjálf-
an efniviðinn, skynjun okkar og reynslu af hciminum.
14 Fræg ummæli Alberts Einstein um mikilvægi ímyndunaraflsins koma vart á óvart í ljósi þess
að þar talaði maður sem kollvarpaði viðteknum hugmyndum um efnisheiminn með kenning-
um sínum: „Eg er nógu mikill listamaður til að nýta mér að vild ímyndunaraflið, sem ég álít
mikilvægara en þekkingu. Þekking er takmörkuð. Imyndunaraflið spannar heiminn". Þessi
orð féllu í viðtali er birtist í Saturday Evening Post, Philadclphia, 26. október 1929.
15 „Heimspeki," segir William James, „sem hefst í undrun, eins og Platon og Aristóteles sögðu,
getur hugsað sér allt öðruvísi en það er. Hún sér hið venjulega eins og það væri undarlegt, og
hið undarlega eins og það væri venjulegt. Hún getur tekið hluti upp og lagt þá niður aftur.
Hugur hennar er fullur af lofti sem leikur um hvert viðfangsefni. Hún vekur okkur af inn-
grónu kredduföstu móki okkar og brýtur upp staðnaða fordóma okkar“. Some Probtems of
Philosophy, s. 987.