Hugur - 01.01.2008, Side 59
Siðferði, hugsun og ímyndunarafl
57
afls. Til að svara því er rétt að taka eftir að ímyndunarafl er hæfileiki til að fá
farlægð á veruleikann með því að hugsa sér hann öðruvísi en hann er. Tilvistar-
undrunin byggist einmitt á þessum eiginleika hugans; það er að segja, við gerum
okkur ljóst hvað gæti ekki verið. Við höfum þegar séð þessa hlið hugarflugsins í
orðum Coleridge. Með því að vekja vitund okkar um andstæðu tilvistarinnar -
neindina - hjálpar hugarflugið okkur að sjá það sem er. Dæmi um hugsuð sem
leggur þennan mátt ímyndunaraflsins til grundvallar í hugsun sinni er G.K.
Chesterton. Að dómi Chestertons, líkt og Coleridge, vaknar sú tegund hugsunar
sem mestu skiptir í mannlífinu þegar vitundin um veruna og neindina kaflast á, ef
svo má að orði komast: „Uns við gerum okkur ljóst að hlutirnir gætu verið án
tilvistar [might not he\ getum við ekki gert okkur tilvist þeirra ljósa“.21 Með öðrum
orðum, til að maður sjái þá einföldu hluti sem fyrir framan hann eru, segir
Chesterton, verður hann að teygja á hugarfluginu, ef svo má segja, svo hann geti
séð þá móti vissum bakgrunni.22 Bakgrunnurinn sem Chesterton hefur í huga er
einmitt sú staðreynd að hlutirnir eru til fremur en ekki, og að þegar allt kemur til
alls vitum við ekki hvers vegna þeir eru eða hvers vegna þeir eru eins og þeir eru.
Því er hver hlutur og hver manneskja best séð eins og þeim hafi rétt í þessu verið
bjargað frá glötun í einum aflsherjar skipsskaða, hvert og eitt þeirra er eitt stórt
Hefði-Getað-Ekki-Verið-Til. Chesterton orðar þessa hugsun meðal annars með
því að vísa í bók Daniels Defoe um Róbinson Krúsó:
Krúsó er maður á litlum kletti með dálítið góss sem hann hefúr bjargað
með naumindum úr klóm Ægis: það besta í bókinni er einföld skrá yfir
það sem bjargaðist úr flakinu. Mesta ljóðið er vörulisti. Hvert eldhúsáhald
verður ímynd hins fúllkomna vegna þess að Krúsó hefði geta misst það í
sjóinn. Það er góð æfing þegar manni leiðist að virða fyrir sér hvaðeina,
kolaskófluna og bókaskápinn, og hugsa með sér hve ánægður maður gæti
verið að bjarga því úr sökkvandi skipi upp á eyðilega eyju. En það er enn
betri æfing að muna hvernig allir hlutir hafa bjargast svo naumlega: öllu
hefur verið bjargað úr flaki.23
Chesterton vill hjálpa lesenda sínum að sjá og meta staðreyndir og hann gerir það
rneð því að undirstrika „dökkan bakgrunn" þeirra, leyndardóminn sem umvefúr
þ®r. Staðreyndir eru ráðgáta, hlutirnir spretta úr og eru óaðskiljanlegur hluti af
Hyndardómi tilverunnar. Að sjá hversdagslegar staðreyndir þessa heims sem
21 G.K. Chesterton, Heretics, New York: John Lane 1919, s. 36.
22 Sjá grein Chesterton, „A Simple Thought", í Ihe Thing, rafræn útgáfa, http://www.cse.dmu.
ac.uk/~mward/gkc/books/The_Thing.txt.
23 G.K. Chesterton, Orthodoxy, London: Hodder & Stoughton 1999, s. 88. Nefna má tvær
kvikmyndir sem dæmi um æfingu af svipuðu tagi og Chesterton talar um hér. Annars vegar
It's a Wonderful Life í leikstjórn Frank Capra og hins vegar Cast Away í leikstjórn Roberts
Zemeckis.