Hugur - 01.01.2008, Side 63
Siðferði, hugsun og ímyndunarafl
61
í hans augum var fimmtíu gráðu frost einmitt nákvæmlega fimmtíu gráðu
frost. Aldrei hvarflaði að honum að það hefði einhverja dýpri þýðingu.30
Sögumaðurinn gerir hér greinarmun á tvennskonar næmi eða athygli; annars vegar
á staðreyndir og hins vegar á merkingu staðreynda, og hann tengir þá síðarnefndu
við hugarflug. Sögupersónuna skortir ekki athygli á staðreyndir en vantar með öllu
næmi á merkingu þeirra. Nú má spyrja hvaða máli það skipti að sögupersónuna
skorti næmi á „merkingu staðreynda“. Hvers vegna í ósköpunum ætti maðurinn
að fara að hugleiða viðkvæmni sína sem vera háð hita, o.s.frv., í stað þess að ein-
beita sér einfaldlega að þeim „köldu“ staðreyndum sem við honum blasa? Mér
virðist svarið sem sagan geymir við slíkri spurningu vera að minnsta kosti tvíþætt.
Annars vegar hefur náttúran „engin áhrif á manninn“ sem þýðir að hann er ekki
fyllilega í sambandi við heiminn og kann ekki að meta gildi hans. Þetta má tengja
við það sem Pierre Hadot kallar þverstæðu og hneyksli mannlegs hlutskiptis:
„Maðurinn lifir í heiminum án þess að skynja heiminn";3' hann skynjar aðeins
aðgreinda hluti og markmið. Hann sér ekki heiminn sem heim og sér því ekki
staðreyndir sem hluta af þeirri dularfullu heild sem heimurinn er. Að þessu leyti
þallar saga Londons um sólundun á mannlegri tilvist, tækifærinu til að lifa í vitund
um heiminn, og hún sýnir okkur einnig hvernig umhugsun um hið víðara sam-
hengi staðreynda er nauðsynlegur þáttur í næmi okkar fyrir þeim. Hitt svarið sem
sagan geymir við þeirri spurningu hvers vegna mikilvægt er að veita merkingu
staðreynda athygli er, eins og lok sögunnar leiða í ljós, að skortur á þessari tegund
athygli getur beinlínis verið lífshættuleg. Sá sem ratað hefur f miklar raunir eða
lífsháska hefur að minnsta kosti þá yfirburði yfir marga aðra að hann veit hve lítils
maður getur mátt sín gagnvart náttúruöflunum. Hinn áhrifamikli kennari, lífs-
reynslan, hefur að öllum líkindum gert þá vitneskju ljóslifandi fyrir honum. Fyrir
hinn, sem ekki býr að beinni reynslu hvað þetta varðar, getur virkt ímyndunarafl
verið eini verndarinn. Sá sem ekki getur sett aðstæður sínar í almennara samhengi
og yfirvegað stöðu sína í heiminum gerir sér ef til vill ekki nægilega ljóst hvaða
áhættu hann tekur, hann getur — jafnvel þótt hann veiti staðreyndum vissa athygli
~ skort þá auðmýkt og varúð sem þörf er á til dæmis til að hlusta á ráðleggingar
annarra og ofmeta ekki eigin styrk.
Verbmœti og ánœgja
Við ættum nú að eiga hægara en áður með að sjá þýðingu hugsunar og ímynd-
unarafls fyrir tilurð og tilvist verðmæta. Algengasta hugmyndin um verðmæti nú
á dögum er líklega sú skoðun að þau tengist fullnægingu langana. Fáir, nema þá
mestu meinlætamenn, hafna með öllu gildi þess að fá löngunum sínum fullnægt.
En sé mikilvægi hugsunar og ímyndunarafls viðurkennt verður ljóst að tengslin
niilli langana og verðmæta eru fjarri því að vera einföld. Astæðan er sú að verð-
30 Jack London „To Build a Fire“, http://sunsite.berkeley.edu/London/Writings/LostFace/fire.html
31 Pierre Hadot, Philosophy as a Way ofLife, þýð. Michael Chase, Oxford: Blaclcwell 1997, s. 258.