Hugur - 01.01.2008, Síða 67
Siðferði, bugsun og ímyndunarafl
65
vaknandi sál í líkama sem í senn væri ólögulegur og klunnalegur, en samt
á sinn hátt fullkominn.38
Hamilton bætir því við að þetta svar móðurinnar við barni sínu hafi líka átt rætur
að rekja til þess að hún hafi skynjað sakleysi þess andspænis óblíðum heimi; að
allar manneskjur reyni á mismunandi hátt og í mismunandi mæli eftirgjöf, missi
og sóun, og þó að barnið hennar væri enn ósnortið af sh'kri reynslu myndi hún
óhjákvæmilega verða örlög þess. Hugsanir þessarar móður gagnvart barni sínu
virðast mér óh'kt eðlilegri, mannlegri og sannari en siðfræði Mary Anne Warren.
Þær eru ólíkt traustari vísbending um það hvaða þýðingu nýfædd börn hafa í
mannlegu lífi, og hvaða þýðingu ímyndunaraflið hefur fyrir mannlega hugsun. Að
mínum dómi má gagnrýna siðfræðilega nálgun af því tagi sem sjá má í skrifúm
Warrens hvað harðast fyrir það að þar eru fyrirfram tilbúin skilyrði um það hvað
geti talist til ríkis siðferðisins látin yfirgnæfa hugsun okkar um það hvernig fólk
lifir lífinu og finnur í því merkingu og tilgang. Ein leið til að orða gagnrýni á slíka
nálgun er að segja að hún sé annað hvort til vitnis um bjagað eða fátæklegt ímynd-
unarafl, eða til merkis um meðvitaða ákvörðun um að láta lifandi hugsun um
mannlegt líf aðeins að takmörkuðu leyti upplýsa siðferðilega hugsun; annað hvort
að geta ekki eða vilja ekki gera sér í hugarlund - að minnsta kosti á meðan maður
er í stellingum hins fræðilega heimspekings - til dæmis hvaða þýðingu ungbörn
hafa í mannlegu h'fi. Foreldri veit að við fæðingu barns hefúr nýr og óviðjafnanlegur
einstaklingur htið dagsins ljós.39 Reynsla móðurinnar sýnir einnig að andspænis
ungbarninu vakna eðhlega með okkur hugsanir um það sem hinn nýi einstaklingur
deilir óhjákvæmilega með öllum mönnum; um harðan heim og brothætt líf sem
markað er bæði af möguleikum og takmörkunum, árangri og glötuðum tækifærum,
fallvaltleika og missi. Með öðrum orðum, þær hugsanir sem vakna með okkur
andspænis nýjum einstaklingi varða ekki síst mannlegt hlutskipti, þá þætti mann-
legrar tilveru sem skilyrða líf okkar allra og tengja okkur öll órjúfanlegum bönd-
um.
Skoðum aðeins nánar hvaða þýðingu hugmyndir okkar um mannlegt hlutskipti
og mennskuna hafa fyrir siðferðilega hugsun. Cora Diamond er eins og áður hefúr
komið fram einn þeirra heimspekinga sem af hve mestri skarpskyggni hefúr fjallað
um þýðingu ímyndunaraflsins fyrir siðfræði og siðferðilega hugsun. Hún hefur
meðal annars bent á það hve mikilvægur sjálfsskilningurinn er fyrir tengsl okkar
við sjálf okkur, aðrar manneskjur, dýrin og heiminn í heild, og hve þýðingarmikið
hlutverk ímyndunaraflið leikur í þeim sjálfsskilningi. Ein leið til að útskýra þá
hugmynd er að vísa til söguhetjunnar Ebenezers Scrooge í hinni kunnu jólasögu
38 Christopher Hamilton, Living Phitosophy. Reflections on Life, Meaning and Morality, Edin-
burgh: Edinburgh University Press 2002, s. 19.
39 Vilhjálmur Arnason ræðir afstöðu Mary Anne Warren í Siðfrœði Itfs og dauða og segir þá
meðal annars: „Raunar vekja engar mannverur jafnsterkt upp þá hreinu siðferðilegu afstöðu að
manneskjan sé ómetanlega dýrmæt eins og nýfædd börn. Sú afstaða er ekki rökleg niðurstaða
af vissu um eiginleika fólks heldur lotningfyrir mannlfinu sjálfu“ (s. 217).