Hugur - 01.01.2008, Síða 82

Hugur - 01.01.2008, Síða 82
80 Stefán Snævarr Albert er ekki uppveðraður yfir skilningsfélagsfræði en eins og áður segir er inntak hennar að samfélagið sé sköpunarverk skilnings. Akveðin athöfn er hjóna- vígsla vegna þess að fólk skilur hana sem slíka í krafti þess að beita hugtakinu um hjónavígslu. Eins og stendur í sögunni um hjónaleysin Tristan og Isold: „Þeim var ekki skapað nema að skilja". Félagsfræðingurinn verður ævinlega að taka tillit til þessa skilnings og hans eigin skilningur á samfélaginu er eins konar meta-skiln- ingur, samþættingur á skilningsmynstrum. Einn af talsmönnum skilnings- félagsfræðinnar, breski heimspekingurinn og Wittgensteinsinninn Peter Winch, sagði að mannleg breytni lúti reglum, ekki lögmálum. Reglur má brjóta en ekki lögmál sem eru samkvæmt skilgreiningu járnhörð, án mögulegra frávika (þetta kann að skýra hvers vegna menn hegða sér einatt með öðrum hætti en meint hag- fræðilögmál kveða á um, menn brjóta nefnilega reglur í gríð og erg!). Reglur kveða á um hvernig menn eigi að hegða sér, lögmál skýra hvers vegna atburðir gerast. Reglurnar tilheyra vídd þess sem ætti að vera, lögmálin vídd þess sem er, stað- reyndanna. Til að skilja samfélag verður maður að læra reglur þess og slíkur lærdómur felst ekki í því að fá innsýn í löggengi. Eða hefur nokkur maður lært að tefla með því að beita lögmálsskýringum? Að öðlast skilning á tafli er eins og að sjá allt í einu mynd af héra í strikum á töflu, ekki eins og það að uppgötva að vatn sýður við ákveðið hitastig. Breytni manna er merkingarbær, hugtökin sem við beimm eru ofin inn í atferlis- mynstur okkar. Um leið lýtur merking reglum og til að skilja merkingarheim til- tekins samfélags verðum við að læra reglurnar sem stjórna beitingu hugtaka í þessu samfélagi (að beita hugtaki er að breyta með ákveðnum hætti). Engin breytni án hugtaka, ekkert hugtak án breytni! Ekkert hugtak án reglna, engin regla án hugtaks! Starf félagsvísindamanns felst m.a. í greiningu hugtaka en sú greining er ekki sértæk og óháð reynslu. Það að læra reglur samfélagsins í praxís er liður í greiningunni. Vísindamaðurinn verður að vera raunverulegur þátttakandi eða sýndarþátttakandi í samfélagi til að ná valdi á hugtökum þeim sem beitt er. Til þess að skilja hugtök markaðshagkerfis verðum við að vera þátttakendur, í sýnd eða reynd, í slíku hagkerfi. Reynsla og rökgreining eru samofin í starfi skilningsfélagsfræðingsins. Það eru tvenns konar ástæður fyrir því og báðar ættaðar úr speki Wittgensteins eins og flest sem Winch segir: I fyrsta lagi er engin regla fyrir reglubeitingu. Til dæmis getur reglan að ekki megi fremja morð ekki skorið úr um með óyggjandi hætti hvort banna eða leyfa ber fóstureyðingar. Allt veltur á því hvernig hugtakið „fóstur“ er skilgreint. En venjulega fylgjum við reglum í blindni og getum ekki annað. Virknishættir („prax- ísar“) samfélaga ákveða hvernig reglunum er beitt. I öðru lagi er ekki hægt að fylgja reglu sem enginn annar getur fylgt því þá geta menn ekki verið vissir um hvort þeir fylgi reglunni eða ímyndi sér það bara. Aðrir verða að geta skorið úr um hvort maður hafi fylgt reglunni í raun og sanni (Witt- genstein 1958).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.