Hugur - 01.01.2008, Síða 82
80
Stefán Snævarr
Albert er ekki uppveðraður yfir skilningsfélagsfræði en eins og áður segir er
inntak hennar að samfélagið sé sköpunarverk skilnings. Akveðin athöfn er hjóna-
vígsla vegna þess að fólk skilur hana sem slíka í krafti þess að beita hugtakinu um
hjónavígslu. Eins og stendur í sögunni um hjónaleysin Tristan og Isold: „Þeim var
ekki skapað nema að skilja". Félagsfræðingurinn verður ævinlega að taka tillit til
þessa skilnings og hans eigin skilningur á samfélaginu er eins konar meta-skiln-
ingur, samþættingur á skilningsmynstrum. Einn af talsmönnum skilnings-
félagsfræðinnar, breski heimspekingurinn og Wittgensteinsinninn Peter Winch,
sagði að mannleg breytni lúti reglum, ekki lögmálum. Reglur má brjóta en ekki
lögmál sem eru samkvæmt skilgreiningu járnhörð, án mögulegra frávika (þetta
kann að skýra hvers vegna menn hegða sér einatt með öðrum hætti en meint hag-
fræðilögmál kveða á um, menn brjóta nefnilega reglur í gríð og erg!). Reglur kveða
á um hvernig menn eigi að hegða sér, lögmál skýra hvers vegna atburðir gerast.
Reglurnar tilheyra vídd þess sem ætti að vera, lögmálin vídd þess sem er, stað-
reyndanna.
Til að skilja samfélag verður maður að læra reglur þess og slíkur lærdómur felst
ekki í því að fá innsýn í löggengi. Eða hefur nokkur maður lært að tefla með því
að beita lögmálsskýringum? Að öðlast skilning á tafli er eins og að sjá allt í einu
mynd af héra í strikum á töflu, ekki eins og það að uppgötva að vatn sýður við
ákveðið hitastig.
Breytni manna er merkingarbær, hugtökin sem við beimm eru ofin inn í atferlis-
mynstur okkar. Um leið lýtur merking reglum og til að skilja merkingarheim til-
tekins samfélags verðum við að læra reglurnar sem stjórna beitingu hugtaka í
þessu samfélagi (að beita hugtaki er að breyta með ákveðnum hætti). Engin
breytni án hugtaka, ekkert hugtak án breytni! Ekkert hugtak án reglna, engin regla
án hugtaks! Starf félagsvísindamanns felst m.a. í greiningu hugtaka en sú greining
er ekki sértæk og óháð reynslu. Það að læra reglur samfélagsins í praxís er liður í
greiningunni. Vísindamaðurinn verður að vera raunverulegur þátttakandi eða
sýndarþátttakandi í samfélagi til að ná valdi á hugtökum þeim sem beitt er. Til
þess að skilja hugtök markaðshagkerfis verðum við að vera þátttakendur, í sýnd
eða reynd, í slíku hagkerfi.
Reynsla og rökgreining eru samofin í starfi skilningsfélagsfræðingsins. Það eru
tvenns konar ástæður fyrir því og báðar ættaðar úr speki Wittgensteins eins og
flest sem Winch segir:
I fyrsta lagi er engin regla fyrir reglubeitingu. Til dæmis getur reglan að ekki
megi fremja morð ekki skorið úr um með óyggjandi hætti hvort banna eða leyfa
ber fóstureyðingar. Allt veltur á því hvernig hugtakið „fóstur“ er skilgreint. En
venjulega fylgjum við reglum í blindni og getum ekki annað. Virknishættir („prax-
ísar“) samfélaga ákveða hvernig reglunum er beitt.
I öðru lagi er ekki hægt að fylgja reglu sem enginn annar getur fylgt því þá geta
menn ekki verið vissir um hvort þeir fylgi reglunni eða ímyndi sér það bara. Aðrir
verða að geta skorið úr um hvort maður hafi fylgt reglunni í raun og sanni (Witt-
genstein 1958).