Hugur - 01.01.2008, Síða 88

Hugur - 01.01.2008, Síða 88
86 Stefán Snævarr ingurinn að við þurfum reynslunnar með til að uppgötva hvaða hugtökum menn beita í efnahagslífinu. Auk þess krefst það reynslu að læra að beita þessum hug- tökum en eins og áður segir getum við ekki skilið hugtök nema með því að beita þeim. Hugmyndin um rökfræði ákvarðana var ein af formæðrum kenningarinnar um skynsamlegt val (ákvörðunarkenningar, theory of decision). Skilningshagfræðing- urinn getur þolað að slíkar kenningar séu illprófanlegar. Noti hann þær á annað borð þá eru þær nýttar sem tæki til að öðlast yfirsýn yfir skilningsmynstur í hag- kerfinu. En mjög varlega ber að fara í slíka notkun, sérstaklega beitingu þeirrar greinar ákvörðunarkenningar sem nefnist „leikjafræði" {game theory). Marc Blaug leiðir athyglisverð rök að því að þessi fræði séu óttalega geld og svífi í lausu lofti. Þau kveði fremur á um hvernig menn eigi að hegða sér en hvernig þeir hegði sér í reynd. Varla sé hægt að finna eina nýja prófanlega kenningu sem leidd hafi verið af hagfræðikenningum er nýtt hafi sér leikjafræðina. Hún sé aðallega gamalt vín á nýjum belgjum. En hún er ekki án sinna kosta. Hún hefur kennt okkur að skilja hið margþætta eðli skynsamlegrar breytni og minnt okkur á hve einfeldningslegar hugmyndir staðalhagfræðinga eru (Blaug 1997,5). Þetta staðfestir margt af því sem áður segir, bæði um eymd hagfræðinnar og eins um að rökfræði ákvarðana sé ekki alill. Rökfræði sem slík á að gera mönnum ljós þau lögmál rökvísinnar sem þeir hafa skilið með innsæisbundnum hætti. Um leið hjálpar hún þeim til að greiða úr rakaflækjum. Þó má ekki gera of mikið úr hlut formlegrar rökfræði og stærðfræði í skilningshagfræði. Formlega rökfræðin er lítils virði sé hún ekki tengd þeirri greiningu daglegs máls sem áður er getið (sú greining er gildisvana ef hún er ekki samofin túlkunum). Reyndar er umhugs- unarvert að lítið virðist koma út úr tilraunum til að skilja tungumálið með tækjum formlegrar rökfræði.20 Kann hin misheppnaða tilraun hagfræðinnar til að skilja efnahagslífið með ofur-formlegum greiningum vera hluti af sama vanda? Sá vandi er að merkingarheimurinn (heimur tungumáls, efnahagslífs, menningar o.s.frv.) virðist vera illgrípanlegur með töngum formlegrar rökfræði og stærðfræði. Athugum aftur styrk og veikleika stærðfræðilegrar hagfræði og byrjum á veik- leikunum: Hagfræðingar rembast við að reikna gróða/tap af trausti/vantrausti og er ekki nema von því að viðskipti ganga brösulega ef menn treysta ekki hver öðr- um en létt og leikandi ef gagnkvæmt traust ríkir. Því er traust/vantraust ein af mikilvægustu víddum efnahagslífsins en er hægt að ákvarða gróða og tap í þessari vídd? Þá skal litið á styrkinn: Mörg af lykilfyrirbærum nútímaefnahagslífs eru að nokkru leyti stærðfræðileg í eðli sínu, nægir að nefna peninga- og verðlagskerfið. 20 Erfitt er að sjá annað en að Iítið hafi komið út úr tilraunum greiningarspekinnar til að renna vísindalegum stoðum undir heimspeki. Henni var ætlað að leysa eða öllu heldur leysa upp helstu vandamál heimspekinnar og vera vísindunum hjálparhella. En hún þokast ekki úr sporunum; greiningarspekingar eru jafn ósammála um grundvallarvandamál heimspekinnar og frumspekingar fyrri tíma. Einn greiningarspekingur ver hughyggju, annar efnishyggju, o.s.frv. (á þetta bendir m.a. Rorty 2001,162 o.áfr.). Jafnvel greining hins daglega máls hcfur skilað litlum árangri en þó má nota þætti úr henni til skilnings á samfélaginu eins og ég reyndar segi í meginmáli. Kannski er ekki til nein ein heimspekiaðferð, kannski verður að aðlaga aðferðina viðfangsefninu. Formleg greining kann að vera frjó í heimspeki stærðfræðinnar, fyrirbærafræði í heimspeki tilfinninga, wittgensteinsk nálgun í listspeki o.s.frv.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.