Hugur - 01.01.2008, Page 101
99
Skóli og menntastefna
Þessi markmið eru auk þess grundvöllur íyrir lögboðin samræmd próf, bæði í 4.
og 7. bekk, og við lok grunnskólans.
Þau markmið sem tilgreind eru í námskránni gegna þrenns konar hlutverki: (i)
Þau eru meginviðmið í öllu skólastarfi, (ii) þau gefa mynd af því sem nemendur
eiga að hafa tileinkað sér við lok hvers áfanga og (iii) þau eiga að vera grundvöllur
fyrir lögboðin samræmd próf. Eg hef út af fyrir sig ekkert að athuga við það að
skólakerfinu séu sett markmið sem eigi að gefa mynd af því hvað nemendur skuh
hafa tileinkað sér við lok hvers áfanga, né heldur að lögð séu fyrir almenn sam-
ræmd próf sem taki mið af sh'kum markmiðum. En geta slík markmið verið „meg-
inviðmið í öhu skólastarfi" og „grundvöhur mats á gæðum skólastarfs"? Svar nám-
skrárhöfunda við þessari spurningu er nokkuð afdráttarlaust ,Já“. Og þar fara þeir
alvarlega út af sporinu. En hvers eðlis er þessi útafkeyrsla? Og hver skyldi ástæðan
vera fyrir henni?
IV. Menntun ogfrœðsla
Utafkeyrsla námskrárhöfunda felst í oftrú á mælanlegum markmiðum - og vegna
þess að þær mælingar sem mest veltur á eru samræmd próf- þá birtist þessi oftrú
sem ofmat á kostum samræmdra prófa. Próf eru vel til þess fallin að mæla eða
meta hvort einhver hafi lært það sem hann á að hafa lært en þau mæla ekki mann-
kosti nemendanna, hversu þroskaðir nemendurnir eru. I sem stystu máli geta próf
mælt hvort tilteknum fræðslumarkmiðum hafi verið náð, en þau geta ekki mælt
hvort hinum almennu menntamarkmiðum, sem sett eru fram í almenna hluta
aðalnámskrár, hafi verið náð.‘° Þetta ofmat á kostum prófa virðist eiga rætur í
samslætti á hugmyndunum um frceðslu og menntun. Ef skóli á að stuðla að al-
mennri menntun - stuðla að almennum þroska nemenda - þá geta fræðslumark-
mið aðalnámskrár alls ekki verið viðmið um allt skólastarf þótt þau geti verið
viðmið um það hvernig skólanum tekst að rækja fræðsluhlutverk sitt."
Meinið hér er að menntun er ekki tæknilegt viðfangsefni þótt fræðsla kunni að
vera það og sé það kannski oftast þegar vel tekst til. I greininni „Að hugsa á
íslenzku" gerir Þorsteinn Gylfason einmitt þetta að umræðuefni.
[...] tóm tækni hefur þann umtalsverða kost að hana má kenna, oft með
ágætum árangri. Það má kenna mönnum að beita reglum við að greina
stuðla og höfuðstafi, orðflokka og setningarhluta, en engum hefur tekizt
svo ég viti að kenna manni að yrkja gott kvæði. Eins má kenna rökfræði
10 1 grein Kristjáns Kristjánssonar, „Prófin og manngildið" (Þroskakostir, Reykjavík: Háskólaút-
gáfan 1992) er að finna góða greiningu á hlutverki prófa í skóla sem hefur menntun, frekar en
einbera fræðslu, að markmiði. Grein Kristjáns er öðrum þræði vörn fyrir próf — hann færir rök
fyrir því að próf gegni mikilvægu hlutverki í skólahaldi - og að afdráttarlaus gagnrýni á próf
byggi á því að þeim sé ætlað hlutverk sem þau geti ekki með nokkru móti rækt, nefnilega að
vera mælikvarði á manngildi.
n Það er athyglisvert að í námskránum frá 1976 og 1989 er sérstaklega varað við svona ofmati á
prófum, sjá t.d. s. 23—31 í almenna hluta aðalnámskrárinnar frá 1976.