Hugur - 01.01.2008, Side 102

Hugur - 01.01.2008, Side 102
100 Olafur Páll Jónsson og stærðfræði, en gott vald manns á þessum greinum, á reikningstækni þeirra, er engin trygging fyrir viturlegri eða frumlegri hugsun. Það er ekki einu sinni trygging fyrir almennri, heilbrigðri skynsemi.12 Þorsteinn er ekki að amast við fræðslu, öðru nær. Fræðslan, helst í formi tæknilegrar þjálfunar, er eitt af aðalsmerkjum fræðanna að hans mati. En skólinn getur ekki einskorðað sig við fræðslu, hvorki leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóh né háskóh. Meinið er að menntun og fræðslu er slegið saman, og þar með renna mennta- markmiðin saman við fræðslumarkmiðin og ágætir mælikvarðar á árangur í fræðslu verða að mælikvörðum á menntun - og afleitir sem sh'kir. Skýring Páls á því hvers vegna menntakerfinu hafi verið stjórnað stefnulaust um leið og það stefndi stjórnlaust út í bláinn var einmitt þessi samsláttur fræðslu og menntunar, hins tæknilega og þess sem ekki getur með nokkru móti verið tækni- legt. Menntakerfið íslenska er fyrst og fremst réttnefnt fræðslukerfi, sem merkir einfaldlega að menntunin, sem það veitir, er fólgin í tiltekinni kunnáttu. I skólum eiga nemendur að læra. Þeir eiga að læra að lesa, skrifa og reikna og öll önnur fræðsla byggir á þessum grunni. Og það sem er óumdeilt - en er hins vegar umdeilanlegt [...] - er að öll fræðslan sé og eigi að vera menntandi, þ.e.a.s. eigi að stuðla að þroska nemenda, gera þá hæfari sem manneskjur til að heyja lífsbaráttuna og njóta lífsins. (340) Það sem Páll segir að sé umdeilanlegt - þótt það virðist óumdeilt í samfélaginu — er tiltekinn skilningur á sambandi menntunar og þess hvernig skólahaldi er háttað. Þetta er skilningur sem virðist leggja menntun að jöfnu við fræðslu. I al- mennum hluta Aðalnámskrár grunnskóla birtast að ýmsu leyti aðlaðandi hug- myndir um skólahald en meinið er að þær hugmyndir leiða ekki til þess „að mótuð sé áætlun um námsefni, um kennsluaðferðir og aga, um námsgögn og búnað og félagslegt skipulag skólans“ eins og Dewey orðar það. Það er nær lagi að sega að sú menntahugmynd sem birtist í almennum hluta Aðalnámskrár grunnskðla sé í beinni andstöðu við þá áherslu sem er á stífa markmiðasetningu og mælingar, sem birtist reyndar strax í almenna hlutanum en er svo útfærð nánar í greinahlutum námskrárinnar. Sá greinarmunur á menntun og fræðslu sem ég hef fengið að láni hjá Þorsteini Gylfasyni og Páli Skúlasyni er grundvöllur þeirrar gagnrýni minnar að engin menntastefna sé við lýði á Islandi. En er þessi greinarmunur nógu skýr til að bera uppi svo alvarlega og afgerandi gagnrýni? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt þar sem sérhver ígrunduð hugmynd um menntun og fræðslu hlýtur að vera margvíslega samofin hugmyndum um mannlega náttúru, þroskaleiðir mannsins og samband hans við umheiminn. Og hugmyndir manna um þessi efni, ekki bara í heimspeki heldur einnig í öðrum greinum vísinda og fræða, eru umdeildar. 12 Þorsteinn Gylfason, „Að hugsa á íslenzku", Skírnir 147 (1973), endurprentuð í slð hugsa á (s/enzku, Reykjavík: Heimskringla 1996.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.