Hugur - 01.01.2008, Side 107
105
Skóli og menntastefna
réttum rökum byggðir, nema hann þekki mælikvarðann sem miða ber
við.11
Um sjálft hugtakið menntun segir Guðmundur m.a.:
Menntunin getur ekki verið fólgin í einhliða æfingu vissra krafta, hún
verður að efla manneðlið í heild sinni, hún verður að koma á samræmi
milli allra líkams- og sálarafla mannsins [...]“
Greining Guðmundar á menntahugtakinu byggist svo á tveimur þáttum, annars
vegar greiningu á manneðlinu - ólíkum eðlisgáfiim mannsins - og hins vegar á
markmiði menntunar. Um hið síðarnefnda segir hann m.a.:
[...] menntun hvers manns verður að metast eftir því hve hæfur hann er
til að lifa og starfa í mannlegu félagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði
með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra.23
Á eftir kaflanum um menntun taka við kaflar um ólíkar námsgreinar en í lokin
koma svo fjórir kaflar sem bera yfirskriftirnar: „Skólar“, „Bókasöfn“, „Stjórn og
umsjón lýðskólanna" og „Kennaraskóli“. I kaflanum um stjórn segir Guðmundur
m.a.:
Eitt af frumskilyrðum lýðmenntunarinnar er því stjórn, er blási lifandi
anda í bókstaf laganna og hafi eftirlit með, að þau séu framkvæmd.
Stjórnin þarf að hafa ljósan skilning á takmarkinu, sem keppt er að, glöggt
auga fyrir því, hvernig hagar til á hverjum stað, og styrka og hagvirka
hönd til framkvæmda.24
Lýðmenntun eftir Guðmund Finnbogason er fyrirtaks dæmi um drög að mennta-
stefnu fyrir íslenska þjóð. Bókin sem slík er að vísu ekki menntastefna því einungis
hugmyndafræðileg hlið slíkrar stefnu getur birst á bók, hin verklega hlið hennar
verður að birtast í skólastarfinu sjálfu. Það er svo sagnfræðileg spurning, sem ég
kann ekki svarið við, hvort drög Guðmundar, eins frábærlega vel unnin og þau
voru, hafi náð að móta skólahald og menningarh'f þjóðarinnar á fyrstu áratugum
20. aldar þannig að segja megi að þá hafi eiginleg menntastefna verið við lýði.2S En
21 Guðmundur Finnbogason, Lýðmenntun, 2. útgáfa, Reykjavík: Rannsóknastofnun Kennarahá-
skóla Islands 1994, s. 25.
22 Sama rit, s. 32.
23 Sama rit, s. 33.
24 Sama rit, s. 179.
25 Fróðleg umfjöllun um viðtökur við bók Guðmundar Finnbogasonar, Lýðmenntun, er í Frd sát
til sd/ar:Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfrœðings eftir Jörgen Pind (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag 2006), s. 207-214. Þær breytingar sem urðu á næstu árum og áratugum
í íslenskum menntamálum fólust raunar frekar í því að efla skóla til að sinna fræðslu frekar
en menntun. Það var hins vegar eðlilegt þar sem skólaganga var mjög stutt og markmiðið
einkum að kenna börnum að lesa og reikna auk smávægilegs lærdóms í bókmenntum, sögu og