Hugur - 01.01.2008, Side 109
107
Skóli og menntastefna
Það er þetta grundvallaratriði sem mér virðist að hafi verið vanrækt, kannski ekki
svo mjög af kennurum og þeim fræðimönnum sem fjalla um menntun, heldur af
yfirvöldum skólamála. En spurning um menntastefnu er ekki bara spurning um
hvort einhver shk stefna eigi að vera við lýði heldur líka hvert inntak hennar ætti
að vera.
Hugmynd Páls um menntun gerir ráð fyrir að manneskjuleg lífsfyhing sé eitt af
meginmarkmiðum menntunar. Þetta er ekki ný hugmynd, eins og Páll kannast vel
við. Við finnum hana hjá Aristótelesi og fleiri höfiindum fornaldar, og á 18. öld
gerði Rousseau þessa hugsun að lykilatriði í menntaheimspeki komandi alda.
Rousseau segir m.a.:
Samkvæmt skipan náttúrunnar eru allir menn jafnir, sameiginleg köllun
þeirra er að vera menn, og hver sá sem er vel undir þá köllun búinn getur
ekki uppfyllt slælega neina köllun sem henni tengist. Hvort það er herinn,
kirkjan eða barinn sem bíður nemanda míns varðar mig litlu. Burtséð frá
köllun foreldra hans, leggur náttúran á herðar honum skyldur mannlegs
lífs. Að lifa er sú iðn sem ég hyggst kenna honumú9
Og litlu síðar:
Við hugsum aðeins um að vernda barnið, en það er ekki nóg. Við eigum
að kenna því að vernda sig sjálft þegar það verður orðið að manni: að þola
pústra örlaganna; að takast á við auðlegð og örbirgð; að lifa, ef þörf krefur,
í snjóum Islands eða á brennandi klettum Möltu. Það er til einskis að
varna því að það deyi, því á endanum mun það deyja; og þótt dauði þess
sé ekki afleiðing af umhyggju þinni, þá er hún óviturleg. Það varðar minna
að forða því frá dauða en að kenna því að lifa. Að lifa er ekki að anda,
heldur að gera; það er að nota líffærin, skynfærin, skilningarvitin, og
sérhvern þátt manneðlisins sem gerir okkur næm fyrir tilvist okkar.3°
Sú hugmynd um menntun sem við getum rakið frá Rousseau (og raunar allar
götur frá Platoni og Aristótelesi), síðar til Johns Dewey, Guðmundar Finn-
bogasonar og áfram til Sigurðar Nordal, Páls Skúlasonar, Kristjáns Kristjánssonar
og fleiri heimspekinga sem hafa fjallað um menntun, gerir ráð fyrir að viðfangsefni
menntunar sé ekki síst sjálft einstaklingseðlið. Viðfangsefnið er ekki bara náms-
greinarnar, þótt þær sldpti einnig máli, heldur manngerðin.
Það er í þessu samhengi sem við verðum að skilja þau orð Páls Skúlasonar sem
ég vitnaði til í upphafi:
29 Þýtt eftir Jean-Jacques Rousseau, Emi/e, Or, a Treatise on Education, þýð. William H. Payne,
Amherst: Promotheus Books 2003, s. 8.
Sama rit, s. 9-10.
3°