Hugur - 01.01.2008, Síða 117
Sjálfstæð hugsun og rýnandi rannsókn
115
framlögum hans til sjálfsyfirvegaðrar þekkingarfræði rannsókna. Bourdieu bendir
til að mynda á að í rannsóknum á félagsfræði vísinda - en niðurstöður slíkra rann-
sókna hafa verið gagnrýnar á starfsemi vísindamanna - hafi rannsakendum láðst
að skoða eigin störf í sama ljósi. Kenningar hans um flókið samspil einstaklings
og stofnana17 bjóða upp á möguleika til að skilgreina stöðu gerenda á ýmsum svið-
um og styðja þar með hugmyndina um gerendarannsóknir.18 Með sjálfsgagnrýninni
greiningu á eigin stöðu og sterkri vitund um að rannsóknin beinist ekki að óbreyt-
anlegum og eilífum lögmálum eða hlutum, heldur lifandi kringumstæðum og
frjálsum mannverum, getur rannsakandinn gengið til verks. I grein um rannsóknir
á störfum fjölmiðlamanna setur Bourdieu fram þá ósk að „vettvangur skapist þar
sem blaðamenn fengjust í sameiningu við að greina sjálfa sig með hlutlægum hætti
undir leiðsögn sérfræðinga (en hlutdeild þeirra virðist vera ómissandi til þess að
knýja áfram og fullgera rannsóknarvinnuna án tilslökunar eða undanlátssemi)."19
Að breyttu breytanda má segja að þetta eigi við í ýmsu öðru samhengi, t.a.m.
heilbrigðis- og félagsþjónustu og ekki síst í menntakerfinu.
Pragmatísk heimspeki Bandaríkjamannsins Johns Dewey (1859-1952) hefur haft
ómæld áhrif á nýjungar í skólastarfi á tuttugustu öld og er hugmyndin um ger-
endarannsóknir um margt í anda hans. Hann lagði ríka áherslu á að menntun væri
undirstaða lýðræðis. Eitt meginstefið í heimspeki Deweys er sú hugsun að raun-
verulegt lýðræði með virkum borgurum geti aldrei orðið að veruleika starfi skól-
arnir í anda einræðiskerfa fortíðarinnar. Hér er rétt að árétta að Dewey leit á
lýðræði sem lífsmáta og lífsviðhorf, en ekki einungis stjórnarform á borð við
fulltrúalýðræðið sem við búum t.d. við á Islandi samtímans. Þannig er sterkur
samhljómur milli hugsunar hans og Freires. Samfélagið sem Dewey sá fyrir sér
var
samfélag þar sem allir fást við eitthvað sem gerir líf annarra verðmætara
og böndin sem hnýta menn saman sýnilegri, samfélag þar sem hindranir
milli manna eru brotnar niður. Þar er áhugi hvers og eins á starfi sínu
óþvingaður og einlægur, og byggður á færni og hæfileikum einstakl-
ingsins.20
Sýn hans er nokkuð útópísk, en það þýðir þó ekki að hann hafi eingöngu verið
með höfuðið í skýjunum, heldur lét hann til sín taka í tilraunum og rannsóknum
á menntasviðinu. Arið 1915 sendu John Dewey og dóttir hans Evelyn frá sér bókina
Skólar morgundagsins þar sem þau gefa ýmis dæmi um störf í framsæknum skólum
í Bandaríkjum þess tírna.21 Bókin er nokkuð óvenjuleg þar sem hún er töluvert
17 Hér eru tvö lykilhugtök undir: habitus og svið, sjá Pierre Bourdieu, Ihe Logic of Practice, þýð.
Richard Nice, Stanford: Stanford University Presss 1990.
18 Lai Fong Chiu, „Critical reflection: More than nuts and bolts", Action Research 4 (2006), s.
183.
19 „Fjölmiðlar og siðferði“, Almenningsálitið er ekki til, s. 105.
20 John Dewey, Democracy andEducationt New York: Free Press 1997, s. 316.
21 John Dewey og Evelyn Dewey, Schools ofTomorrow, New York: E.P. Dutton 1915.