Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 120
118
Armann Halldórsson
skilning á sjálfinu og þeim tengslum sem það býr við og auka þannig möguleika
þess til að finna sér eftirsóknarverðan farveg í lífinu.“32
Tilraunirnar eru svo framkvæmdar með svipuðum hætti og í tilraunastofu: sett
er fram hugmynd, tilgáta og niðurstöður greindar. Dæmi um tilraun er að setja sér
það markmið að reiðast ekki í ákveðinn tíma við tilteknar aðstæður. Annað dæmi
gæti verið að breyta neysluvenjum, fylgjast með gangi sólarinnar - möguleikarnir
eru ótæmandi.
Lífstilraunir eru augljóslega náskyldar gerendarannsóknum: hugmyndir eru
prófaðar við raunverulegar aðstæður og þekkingin sem skapast er þekking við-
fangsins á sjálfu sér við hversdagslegar aðstæður í leik og starfi. Þannig verður h'fið
viðfang rýnandi rannsóknar og vettvangur sjálfstæðrar hugsunar. Þó það komi
ekki beint fram í skilgreiningu Róberts í bók hans er hluti rannsóknar hans í raun
gerendarannsókn, einkum varðandi tilraunir hans í heimspekilegri ráðgjöf, en
jafnframt segir hann frá reynslu sinni af notkun h'fstilrauna í kennslu við Mennta-
skólann í Reykjavík.33 Hér er því kominn vísir að nýrri aðferð í heimspeki; útilokað
er að rannsaka heimspekipraktík án þess að iðka hana! I áframhaldandi vinnu með
þetta fyrirbæri hefur Róbert sett fram þá vinnutilgátu að með markvissri vinnu
með lífstilraunir sé unnt að öðlast það sem hann kýs að kalla „visku“, þ.e. djúp-
stæða þekkingu á því hvernig maður sjálfur lærir. Þannig megi sækja úr reynslunni
eitthvað sem má yfirfæra til að hjálpa einstaklingnum að læra áfram, en ein af
lykilráðgátum allar menntunar og eitt djúpstæðasta vandamálið sem við glímum
við er hversu erfitt er að yfirfæra þekkingu af einu sviði yfir á annað; hér er því um
mjög spennandi rannsóknarsvið að ræða.
Innan menntunarfræða á Islandi hafa komið fram áhugaverðar rannsóknir sem
byggja á svokallaðri lífssögulegri nálgun, sem felst í því að lífssaga kennarans
(mikilvægir atburðir úr reynslu og lífi hans), hafi lykiláhrif á starf hans, val á
kennsluaðferðum o.s.frv. Grunnhugmyndin hér er að samband kennara og nem-
enda sé grundvallaratriði, forsenda menntunar og þroska. Þessi fjölslcylda kenn-
inga myndar að verulegu leyti grundvöll bókar Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, Virðing
og umhyggja, en þar má lesa um ævistarf hennar í rannsóknum á sviði menntunar
og uppeldis.341 lífssögulegu nálguninni er það þó sérfræðingur sem rannsakar
kennarana, en í gerendarannsóknum er sérfræðingurinn tekinn út úr jöfnunni, eða
þá hefur sérfræðingurinn sjálfan sig að höfuðviðfangi. Áhugavert dæmi um rann-
sókn í þessum anda er doktorsverkefni hfefna- og menntunarfræðingsins Hafþórs
Guðjónssonar.35 Verkefnið fjallar um þroskasögu hans sem kennara, hvernig hann
32 Sama rit, s. 145.
33 Sama rit, s. 148 og viðaukar.
34 Sigrún Aðalbjarnardóttir, Virðing og umhyggja, Reykjavík: Heimskringla 2007.
35 Hafþór Guðjónsson, Teacher Learning and Language: A Pragmalic Se/f-Sludy, 2002, http://
starfsfolk.khi.is/hafthor/doktverk.htm (sótt 15. desember 2007). Hafþór hefur lýst hugarástandi
sínu fyrir doktorsrannsóknina með eftirfarandi hætti: „Á Vesturlöndum ríkir sú hugmynd
að þekking sé eitthvað sem býr í bókum, eitthvað frágengið, eitthvað sem er vitað. Hlutverk
kennarans er að miðla þessari þekkingu og nemenda að taka við henni. Síðan cr athugað
með skriflegu prófi hvort þekkingin hefur skilað sér. Þannig talar fólk yfirleitt um þekkingu
og nám. Nú kynntist ég einhverju fyrirbæri, svokaliaðri hugsmíðahyggju sem sagði allt aðra