Hugur - 01.01.2008, Side 127
Menntun, sjálfsproski og sjálfshvörf
125
Gergen lýsir þróunarferli sjálfsins á póstmódernískum tíma sem „kristöllun";
nýja sjálfið sem hefur skapast er því réttnefnt kristalssjálf Það er ekki vegna þess
að sjálfið sé kristalstært - því fer raunar fjarri - heldur hins að kristallar vaxa,
snúast og breytast og því fleiri fleti sem þeir birta okkur þeim mun þroskaðri og
fallegri eru þeir (sbr. Tracy, 2005, s. 186). „Kristöllun" er augljóslega gildishlaðið
hugtak með jákvæða merkingu (þ.e. framsækið, nýtt, betra) þótt óneitanlega sé
erfitt að átta sig á hvaða mælikvarða póstmódernistar hafa á framfarir. Gergen
telur líklega að það sé að minnsta kosti meira viðeigandi - meira í anda sam-
tíðarinnar - að skilja sjálfan sig sem glampandi snertiflöt óteljandi mögulegra
samsetninga en sem fastan, niðurnjörvaðan bautastein.
(c) Menntunarfræðilegar ályktanir. Gergen skrifar ekki bók sína frá 1991 sem
uppeldisfræðingur. Engu að síður er hægt að sækja í hana ýmis uppeldisfræðileg
ráð. A fyrri stigum hins póstmóderníska sjálfs er því lýst sem „eirðarlausum hirð-
ingja“. Það virðist ekki farsælt veganesti fyrir nemendur. Lýsing Gergens á síðari
stigum póstmóderníska sjálfsins er miklu eftirsóknarverðari; það er þá sem „já-
kvæðir þroskakostir“ þess koma í ljós: kostir þess til að glitra á margvíslega aðdá-
unarverða vegu eins og kristall. Skilja má af orðum Gergens að kennarar og aðrir
uppalendur eigi að kenna ungu fólki að „flækja h'f sitt“: reyna alls kyns lífsskoðanir
og skuldbindingar án þess að ganga fram í þeirri dul að nein þeirra lýsi sönnu eðli
sjálfsins (enda er það ekki til). Mestu skiptir að benda ungmennunum á að stofna
til margra ákafra, snöggsoðinna sambanda við fólk og hugmyndir en binda enda
á þau áður en ímyndun vaknar um að þau merki eitthvað sérstakt umfram önnur.
Þar sem enginn flötur kristalssjálfsins er sannari en hver annar er manni frjálst að
sýna einn flöt hér og annan þar án þess að gera sig sekan um mótsögn. Engin
lífstjáning er vitnisburður um mann sjálfan þar sem maður er ekki „maður sjálfur".
Einstaklingar hafa enga merkingu eða dýpt í félagslegu tómarúmi; þeir öðlast
aðeins takmarkaða, hvikula merkingu í samspili við aðra. Tímabundin hópsam-
bönd eru eina leið einstakhngsins til að ljá lífi sínu merkingu og samkvæmni - þó
að það sé að vísu merking og samkvæmni sem er afstæð við hin tímabundnu sam-
bönd. Splundraða kristalssjálfið starir í barnslegri gleði á fjölbrigði mannlegra
sambanda og hfskosta; og um leið og skilin milli manns eigin sjálfs og sjálfs ann-
arra mást út verða átök og styrjaldir milli fólks hlægileg fyrirbæri. Sé friður á jörð
keppikefli okkar er hið póstmóderníska sjálf tæki að því marki (Gergen, 1991, s.
173-254; sjá einnig Tennant, 2000; Tracy, 2005).
(d) Kostir oggallar. Lýsing Gergens hefur einn augljósan kost: Hann dregur upp
skýra mynd af þeirri ógn sem steðjar að hugmynd um samkvæmt, trútt mannssjálf
á póstmódernískum tímum. Sh'k ógn getur auðveldlega leitt af sér sjálfskenndar-
kreppu (þó að Gergen myndi amast við því hugtaki). En afbygging Gergens á
sjálfinu tekur á sig öfgafúhar myndir. Það er að vísu fátt frumlegt við að vefengja
thvist „hins sanna sjálfs"; við þurfum ekki annað en minnast Hume eða Nietzsche
í því sambandi. En Gergen gengur í raun miklu lengra en þeir því að hann hafnar
ekki aðeins tilvistfrumspekilegs sjálfs sem ljái Hfi okkar festu og stöðugleika heldur
einnig hinu hversdagslega sjálfi sem vísað er th í hugtökum á borð við sjálfstraust