Hugur - 01.01.2008, Page 128

Hugur - 01.01.2008, Page 128
126 Kristján Kristjánsson eða sjálfsvirðingu. Það sé merkingarlaust eða óendanlega brotakennt. Því ber að vekja athygli á hve róttæk og langsótt kenning Gergens er. Vandinn við texta Gergens um þetta efni er nefnilega sá - eins og við marga af sama sauðahúsi — að hann minnir meira á uppskrúfað skáldamál en fræðilega greinargerð. Hvað merkir raunverulega allur þessi orðaflaumur um kristalssjálfið? Hvernig kemur það heim og saman að hafna hlutlægum sannleika yfirleitt en setja um leið fram „óræk sannindi" um yfirburði hins póstmóderníska sjálfs yfir mód- erníska sjálfið? SarahTracy undrast í nýlegri ritgerð hvers vegna almenningur hafi enn ekki tekið sönsum og lagað vitund sína að hinu póstmóderníska sjálfi heldur tali enn í módernískum anda um að losa sig við „sjálfsblekkingu" og „finna sjálft sig“. Þar sem vitundarvakningin virðist ekki ætla að eiga sér stað sjálfkrafa tekur Tracy sér fyrir hendur að þoka henni áleiðis (2005). Það virðist ekki hvarfla að henni að ímynd hins póstmóderníska sjálfs hafi ekki síast inn í vitund fólks vegna þess að hún stangist öldungis á við hversdagslega reynslu þess af sannleika og blekkingu um sjálft sig og aðra. Vitaskuld eru það engin ný sannindi að sjálfs- hugmyndir fólks verði til í samskiptum við aðra; það er til dæmis kjarninn í frægri kenningu Meads um táknbundin samskipti. En Mead-veijar ásaka póstmódernista um að félagsvæða ekki einungis sjálfið heldur grafa undan því og skilja það eftir á berangri - það verði í raun óskiljanlegt, samkvæmt póstmódernismanum, hvernig einn hugur geti náð sambandi við annan og myndað félagstengsl (Dunn, 1997). Hvernig skýrir Gergen sjálfsþroska og sjálfshvörf? Samkvæmt kenningu hans geta sjálfshvörf átt sér stað vandkvæðalaust á hverju einasta augnabliki þegar við snúum nýjum flötum kristalssjálfs okkar að öðrum. Allur sjálfsþroski er því í raun sjálfshvörf. Um þessa kenningu er tvennt að segja. I fyrra lagi fer hún algjörlega í bág við reynslurannsóknir sálfræðinga á sjálfshugmyndum einstaldinga sem virð- ast vera ótrúlega stöðugar og ónæmar fyrir breytingum (sjá kafla IV). I síðara lagi gerir kenningin Gergen ókleift að skýra muninn á þroskaferli barns við venjulegar aðstæður og þroskaferli barns sem lendir í höndunum á kennurum á borð við Escalante, Keating eða Brodie. Það ber heilbrigða skynsemi ofúrliði að halda því fram að fólk almennt, og ekki síst börn, geti breytt sjálfú sér á róttækan hátt að eigin hugþokka hvar og hvenær sem er, bara með því að ákveða að snúa nýjum snertifleti kristalssjálfs síns að öðrum. Sjálfshvörf eru miklu torveldari, sjaldgæfari og viðsjálli en Gergen gerir ráð fyrir. III Vaxtarsjálfið Bók Carol S. Dweck, Self-lheories (1999), dregur saman niðurstöður þriggja ára- tuga rannsókna hennar og samstarfsfólks hennar á sjálfinu og þroska þess. Bókin er afar upplýsandi og ögrandi lesning, ekki síst fyrir áhugafólk um menntamál. Nýjasta bók hennar Mindsets (2006) bætir því miður litlu við fyrri skrif nema dæmisögum, endurtekningum og útþynntu sjálfshjálparhjali. (a) Fræðilegar forsendur. Aðferðafræði Dweck byggist á félagsmótunar- og hugfræðilíkani um manninn. Skoðanir fólks, ekki síst á sjálfú sér, mynda merk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.