Hugur - 01.01.2008, Side 131

Hugur - 01.01.2008, Side 131
Menntun, sjálfsþroski og sjálfshvörf 129 eða svör. Sama gildir um hina ströngu tvíhyggju hennar um hrós. Það er undarlegt ef orðalag hróssins skiptir svona gríðarmiklu máli. Hlýtur barn að misskilja hrós- yrðin „Þú ert klár!“ þannig að þau merki „Þú ert klár óháð því hverju þú áorkar“ og á sama hátt að túlka „Þú hefur lagt þig fram við þetta og náð góðum árangri" nauðsynlega svo: „Þú hefur haft erindi sem erfiði hér en það segir ekkert um hvernig þér vegnar í framtíðinni nema þú leggir þig eins fram þar“? Það er ekki að fúrða þótt sumum foreldrum þyki ráðgjöf Dweck um hrós langsótt og yfir- borðskennd (Bronson, 2007). Dweck hafnar ekki beinlínis hlutlægum sannleika um sjálf fólks eins og Gergen. Hún gerir hins vegar lítið með hverjir raunverulegir eiginleikar okkur séu; öllu skipti hverja við teljum þá vera og hvernig við skiljum eðli þeirra (sem fast eða hreyfanlegt). Hún minnist hvergi á þá staðreynd að hefðbundin greindarpróf hafa reynst mjög áreiðanleg - þótt deila megi um réttmæti þeirra - og að persónuleika- einkenni sem þekkt persónuleikapróf (á borð við „Big Five“) mæla hafa reynst mjög stöðug. Ef maður léti þessi sannindi í ljós í svörum við spurningalistum hennar (sjá t.d. Dweck, 2006, s. 12-13) yrði maður strax flokkaður sem búralegur festudurgur. Frá heimspekilegu sjónarmiði er afleitt að hún skuli ekki greina á milli þeirra sjónarmiða að mörgu í eðli okkar sé erfitt að breyta (sem er ugglaust satt) og að sumu sé ómögulegt að breyta (sem er í mörgum tilfellum rangt). Bæði sjónarmiðin féllu samkvæmt Dweck undir „festukenningu". Dweck bendir réttilega á að kenning sín leggi sálfræðilegan skýringargrunn að sjálfsþroska almennt og sérílagi sjálfshvörfúm (1999, s. 137,154). Samt er margt í kenningu hennar óljóst í besta falli og þversagnakennt í því versta. Hún hamrar á því að sjálfshvörf séu torsótt: „að sleppa taki á sjálfinu sem verið hefúr manns eigin um árabil" (2006, s. 219). Sjálfshvörf eru engu að síður möguleg en aðeins fyrir þá sem hafa vaxtarsjálf. Hvernig geta þeir sem hafa festusjálf þá breytt sjálfúm sér? Voru allir nemendurnir sem nutu kennslu Escalante, Keating og Brodie með vaxt- arsjálf í upphafi - og ef ekki, hvernig öðluðust þeir þá vaxtarsjálf svo að þeir gætu breyst? Dweck ýjar að því að þeim sem hafa festusjálf séu ekki allar bjargir bann- aðar; en við vitum ekki glöggt hvers konar meðferð þeir þurfi á að halda nema sækja tveggja mánaða vinnusmiðju Dweck sjálfrar um vaxtarsjálfið. Hún lætur, sjálfsagt af viðskiptaástæðum, lítið uppi um hvað þar fari fram (2006, s. 215). Ég er því miður ekki viss um að grunnskólakennari sem sæti uppi með erfiðan bekk unglinga með „festusjálf', brotna sjálfsmynd og kulnaðan námsáhuga gæti sótt mörg hagnýt ráð í bækur Dweck. IV Jafn vœgissjálfið Rétt eins og Dweck dregur Wilham B. Swann saman niðurstöður áralangra rann- sókna á sjálfinu í bók sinni, Sef-Traps (1996). Hann hefúr ekki látið deigan síga á þessu sviði og ég vitna hér á eftir einnig í nýrri verk hans (2005; Swann o.fl., 2007).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.