Hugur - 01.01.2008, Side 139

Hugur - 01.01.2008, Side 139
Hugsað með Olafi Páli 137 að við metum hana að verðleikum og að hún geti orðið „sjálfstæð uppstretta verð- mæta“ í lífi okkar. Allt siðað fólk getur skilið að gildi manneskju ræðst ekki af hagsmunum annarra, þótt öll höfum við mikil not hvert af öðru. A sambærilegan hátt getum við skilið að gildi náttúrunnar byggist ekki bara á hagsmunum okkar, þótt við höfum að sjálfsögðu mikil not af henni. I ritdómi um bók Olafs Páls í tímaritinu Þjóðmál (haust 2007) segist Atli Harðarson eiga erfitt með að henda reiður á hvað í því felist að hafa gildi óháð mannlegum hagsmunum og hann vill að Ólafur Páll skýri betur hvernig það má vera (80). Að mínum dómi er slíkar skýringar að finna í bókinni, það virðast bara ekki vera þær skýringar sem Atli er á höttunum eftir. Mér virðist ennfremur ekki síður standa upp á Atla að skýra hvernig það megi vera að ekkert hafi gildi óháð hagsmunum. Er það greypt í eðli hlutanna að gildi eigi rætur í hagsmunum? Hvers vegna? Ein leið til að reyna að fá vit í þá hugmynd er vissulega að skilja hagsmuni eins víðum skilningi og kostur er, miða við menn og dýr, lifandi og ófædd, og bæta ef til vill líka við hugmynd Johns Stuarts Mill um gildi (nytsemi) „í víðustu merkingu, grundvallaða á varan- legum hagsmunum mannsins á þroskabraut hans“. Eg sé samt sem áður ekki að skynsemin knýi okkur til að grundvalla öll gildi á hagsmunum. Öðru nær. Hug- myndir okkar um að hlutir geti haft gildi hvað sem líður hagsmunum eiga sér rætur í hversdagslegri reynslu okkar sem hugsandi, vitandi verur. Nær allir kannast við þá reynslu sem C.S. Lewis lýsir svo í bók sinni The Four Loves (London: Geoffrey Bles, 1960): Það er sú tilfinning sem myndi gera mann ófúsan að spilla miklu málverki jafnvel þótt hann væri síðasti maðurinn á lífi og sjálfur um það bil að deyja; sem gerir okkur glöð vegna óspillts skógar sem við eigum aldrei eftir að sjá; sem lætur okkur vera annt um að garðurinn eða baunaakurinn fái að halda áfram að vera til [...] Þessi dómur að hluturinn sé mjög góður, þessi athygli (nánast lotning) sem honum er veitt í eins konar þakkarskuld, þessi ósk að hann ætti að vera og ætti að halda áfram að vera það sem hann er jafnvel þótt við munum aldrei njóta hans, getur ekki aðeins átt við um hluti heldur einnig persónur (26). Nú gæti Atli vafalaust bent á að slík reynsla sanni engan veginn að gildi geti verið óháð hagsmunum. Ef síðasta manninum á jörðinni líði betur með þá tilhugsun rétt fyrir andlátið að spilla ekki merku listaverki þá séu það augljóslega hagsmunir hans að gera það ekki. Eftir dauða hans séu á hinn bóginn engir mannlegir hags- munir lengur til og þá hafi ekkert gildi lengur, hvorki listaverk né annað. Það er vel hægt að halda slíkri allsherjarkenningu um tengsl gilda og hagsmuna til streitu. En það hefur í sjálfú sér ekki mikla þýðingu. Það er hægt að halda margs konar allsherjarkenningum til streitu af mikilli rökvísi án þess að þær séu endilega sannar. Líkt og Ólafi Páli virðist mér réttara og gagnlegra að gera greinarmun á að minnsta kosti tvenns konar uppsprettu verðmæta; líta svo á að gildi eigi ræt- ur í hagsmunum og í hugsun okkar og vitund um veruleikann. Verðmæti eru þá ekki einungis fólgin í því að einhver skynjandi vera finni fremur til ánægju
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.